Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 19:09 Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum sínum 17. júlí. Hluti þeirra verður nú endurráðinn. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira