Innlent

Bensín­stöðvar­heim­sókn í Breið­holtið bar á­vöxt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vinningurinn hljóðaði upp á meira en 32 milljónir króna.
Vinningurinn hljóðaði upp á meira en 32 milljónir króna. vísir/vilhelm

Einn var með allar tölur réttar í lottóútrdætti kvöldsins. Fyrsti vinningur gekk því út en hann nemur rúmlega 32 milljónum króna. Vinningsmiðinn var keyptur á stöð N1 í Skógarseli í Breiðholti í Reykjavík.

Þá voru þrír miðahafar sem hrepptu annan vinning, og fær hver þeirra tæpar 196 þúsund krónur í sinn hlut. Þeir miðar voru seldir á N1 Hringbraut, í Krambúðinni í Firði og á lotto.is.

Tíu manns voru þá með fjórar tölur í jókernum réttar og fær hver vinningshafi 100 þúsund krónur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.