Enski boltinn

NBA stjarna skaut föstum skotum á dómarann í úr­slita­leik enska bikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hart til vinstri og Taylor að veifa rauða spjaldinu hægra megin.
Hart til vinstri og Taylor að veifa rauða spjaldinu hægra megin. vísir/getty

Chelsea-menn voru ekki parsáttir við dómgæslu Anthony Taylor í úrslitaleik enska bikarsins í gærkvöldi.

Arsenal fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fékk Mateo Kovacic að líta rauða spjaldið fyrir afar litlar sakir.

Stuðningsmenn Chelsea lýstu yfir vonbrigðum sínum með Taylor í leiknum í gær og einn þeirra var körfuboltamaðurinn Josh Hart.

Hart leikur með New Orleans Pelicans en hefur einnig með Los Angeles Lakers á sínum ferli í NBA-deildinni.

Hann ku vera mikill stuðningsmaður Chelsea og það hefur líklega glatt hann að landi hans, Christian Pulisic, skoraði mark Chelsea í leiknum í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.