Enski boltinn

NBA stjarna skaut föstum skotum á dómarann í úr­slita­leik enska bikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hart til vinstri og Taylor að veifa rauða spjaldinu hægra megin.
Hart til vinstri og Taylor að veifa rauða spjaldinu hægra megin. vísir/getty

Chelsea-menn voru ekki parsáttir við dómgæslu Anthony Taylor í úrslitaleik enska bikarsins í gærkvöldi.

Arsenal fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fékk Mateo Kovacic að líta rauða spjaldið fyrir afar litlar sakir.

Stuðningsmenn Chelsea lýstu yfir vonbrigðum sínum með Taylor í leiknum í gær og einn þeirra var körfuboltamaðurinn Josh Hart.

Hart leikur með New Orleans Pelicans en hefur einnig með Los Angeles Lakers á sínum ferli í NBA-deildinni.

Hann ku vera mikill stuðningsmaður Chelsea og það hefur líklega glatt hann að landi hans, Christian Pulisic, skoraði mark Chelsea í leiknum í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.