Innlent

Sjö greindust með veiruna

Sylvía Hall skrifar
Stefnt er að því að taka fleiri sýni og er fólk hvatt til þess að hafa samband við heilsugæslu ef það finnur fyrir einkennum.
Stefnt er að því að taka fleiri sýni og er fólk hvatt til þess að hafa samband við heilsugæslu ef það finnur fyrir einkennum. Vísir/Vilhelm

Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Alls eru 58 í einangrun og fjölgar þeim um átta milli daga samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is.

454 eru í sóttkví og fjölgar þeim um 167 milli sólarhringa. Einn liggur á sjúkrahúsi með Covid-19 og er það fyrsta innlögn frá því um miðjan maí.

Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp tóku gildi á hádegi í gær. Fjöldatakmörk hafa verið lækkuð í hundrað og tveggja metra reglan er aftur orðin regla, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. U

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×