Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 09:56 Frá tjaldsvæðinu á Flúðum sem hefur verið vinsælt um verslunarmannahelgi undanfarin ár. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54