Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2020 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti aftur til leiks á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira