Innlent

„Mjúk lokun“ á þjóðvegi 1 í Öræfum vegna veðurs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Veðrið á þjóðvegi 1 í Öræfum verður líklegra með öllu verra móti í dag en á þessari mynd, sem er úr safni.
Veðrið á þjóðvegi 1 í Öræfum verður líklegra með öllu verra móti í dag en á þessari mynd, sem er úr safni. Vísir/vilhelm

Gripið verður til svokallaðrar „mjúkrar lokunar“ á þjóðvegi 1 í Öræfum frá klukkan 10 til 12 í dag vegna veðurs. Lokunin nær til stærri bíla og bíla með aftanívagna, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

Þrjár veðurviðvaranir eru í gildi á landinu vegna alldjúprar lægðar sem nálgast landið úr suðri. Appelsínugul stormviðvörun tók gildi klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis.

Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Því hefur verið gripið til umræddar lokunar á þjóðvegi 1.

Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×