Innlent

„Mjúk lokun“ á þjóðvegi 1 í Öræfum vegna veðurs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Veðrið á þjóðvegi 1 í Öræfum verður líklegra með öllu verra móti í dag en á þessari mynd, sem er úr safni.
Veðrið á þjóðvegi 1 í Öræfum verður líklegra með öllu verra móti í dag en á þessari mynd, sem er úr safni. Vísir/vilhelm

Gripið verður til svokallaðrar „mjúkrar lokunar“ á þjóðvegi 1 í Öræfum frá klukkan 10 til 12 í dag vegna veðurs. Lokunin nær til stærri bíla og bíla með aftanívagna, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

Þrjár veðurviðvaranir eru í gildi á landinu vegna alldjúprar lægðar sem nálgast landið úr suðri. Appelsínugul stormviðvörun tók gildi klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis.

Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Því hefur verið gripið til umræddar lokunar á þjóðvegi 1.

Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.