Víðir undrast gagnrýni á pistil Sigríðar Andersen Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 11:14 Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velti vöngum yfir viðbrögðum stjórnvalda við nýjustu tilfellum kórónuveirunnar. Spurði hún hvort þær bæru með sér stefnubreytingu, að ætlunin væri ekki lengur að fleyja út kúrfuna heldur að koma í veg fyrir öll smit. vísir/vilhelm Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan. Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan.
Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira