Hertar aðgerðir koma illa niður á tónlistarfólki og skemmtistöðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 21:30 Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar segir stöðuna leiðinlega en treystir stjórnvöldum. ARNAR HALLDÓRSSON Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira