Þekkja það frá fyrri bylgju að veikindi versni á annarri viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 15:59 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Skjáskot Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59
Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29
Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent