Þekkja það frá fyrri bylgju að veikindi versni á annarri viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 15:59 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Skjáskot Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59
Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29
Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35