Fótbolti

Jón Dagur í Evrópu­deildina og gott gengi Kristian­stads heldur á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur og Patrick Mortensen fagna.
Jón Dagur og Patrick Mortensen fagna. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson eru komnir í umspil fyrir forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á OB í úrslitaleiknum um laust sæti í forkeppninni.

Jón Dagur byrjaði á bekknum en var skipt inn á í síðari hálfleik. Aron Elís Þrándarson var einnig á bekknum hjá OB en kom inn á í fyrri hálfleik vegna meiðsla.

Kristianstads er taplaust í síðustu fimm leikjum í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð en liðið vann í kvöld 3-1 sigur á Pitea.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstads. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði í 78 mínútur en liðið er í 5. sæti deildarinnar með ellefu stig.

Anna Rakel Pétursdóttir spilaði í 55 mínútur er Uppsala tapaði 4-2 fyrir Vittsjö á útivelli. Uppsala situr í níunda sætinu með sjö stig.

Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn fyrir Djurgården sem vann 2-1 sigur á Eskilstuna en Djurgården er í sjöunda sætinu með átta stig.

Mattías Vilhjálmsson spilaði svo allan leikinn í 3-0 tapi Vålerenga gegn Molde í norska boltanum.

Vålerenga er í 4. sætinu með 19 stig en Molde í öðru með 28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×