Innlent

97 ára púsldrottning á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ragna Einarsdóttir á Selfossi, sem verður 98 ára í nóvember. Eitt af því allra skemmtilegasta, sem hún gerir er að púsla.
Ragna Einarsdóttir á Selfossi, sem verður 98 ára í nóvember. Eitt af því allra skemmtilegasta, sem hún gerir er að púsla. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Ragna Einarsdóttir á Selfossi, sem er að verða 98 ára kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að púsla því hún er núna að klára tvö þúsund bita Íslandskort. Ragnar notar ekki gleraugu enda með mjög góða sjón.

Ragna, sem verður 98 ára í nóvember er fædd og uppalinn í Biskupstungum en hefur búið á Selfossi síðan 1959. Eiginmaður hennar var Ragnar Þórðarson en hann lést fyrir nokkrum árum. Börn þeirra eru sex. Ragna gerir mikið af því að leggja kapal við eldhúsborðið hjá sér og hún hefur líka gert mikið af því að skera út eins og þessa fallegu klukku. Það skemmtilegasta, sem Ragna gerir þó er að púsla. Nú er hún að ljúka við Íslandskort með tvö þúsund litlum bitum. Það sem meira er, hún notar ekki gleraugu þegar hún púslar.

„Ég hef góða sjón og eitthvað þarf maður að dunda sér við. Mér finnst gaman að púsla ef ég er með skemmtileg púsl, þetta er mjög skemmtilegt, púslin verða að passa,“ segir Ragna.

Ragna segist verða viss um að púsl hjálpi mikið við það að halda heilasellunum hennar gangandi og ekki síður hvað þetta sé skemmtilegt áhugamál í hárri elli en hún vonast til að ná að minnsta kosti 100 ára aldri og verði að púsla alveg fram að þeim aldri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×