Herða reglur um heimsóknir á dvalarheimilum Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 14:52 Frá tónleikum Ingó Veðurguðs á Hrafnistu í samkomubanninu fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að takmarka fjölda gesta á dvalarheimili fyrirtækisins þannig að aðeins einn aðstandandi má nú heimsækja hvern íbúa í senn. Landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær að endurskoða heimsóknarreglur og eru breytingarnar til komnar vegna þessa. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að undanþága sé einungis veitt við mikil veikindi íbúa. Þá verður gestum gert að spritta hendur og fara beint inn í herbergi viðkomandi íbúa og ekki stoppa á leiðinni. Sé viðkomandi ekki inn á herbergi eigi að biðja starfsmenn um að sækja þau. Gestirnir eigi ekki að gera það sjálfir. Gestum verður einnig gert að virða tveggja metra regluna og forðast snertingu við íbúa. Í reglunum segir að gestir megi ekki koma á dvalarheimilin ef þeir séu í einangrun eða sóttkví, ef þeir séu að bíða úr niðurstöðum úr sýnatöku, sýni einkenni flensu eða hafi verið erlendis. Reglurnar hafa þegar tekið gildi og verða endurskoðaðar eftir þörfum. Á hjúkrunarheimili Áss hafa svipaðar reglur verið teknar upp. Þar mega tveir gestir að hámarki heimsækja íbúa og eiga þeir að forðast sameiginleg svæði eins og setustofur og forðast alla aðra en þá sem þeir eru komnir til að heimsækja. „Undanfarið hafa kannski allir orðið fullslakir gagnvart veirunni og því slakað aðeins á sínum smitvörnum. Við viljum því ítreka við ykkur að gæta að ykkar persónulegu smitvörnum, nota handþvottinn og sprittið óspart, ALLS EKKI koma í heimsóknir ef þið eruð með einhver einkenni frá öndurfærum eða eitthvað slöpp,“ segir í yfirlýsing á vef Áss. Forsvarsmenn Eirar eru að vinna að sambærilegum reglubreytingum og stendur til að birta þær á vef dvalarheimilisins í dag. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að takmarka fjölda gesta á dvalarheimili fyrirtækisins þannig að aðeins einn aðstandandi má nú heimsækja hvern íbúa í senn. Landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær að endurskoða heimsóknarreglur og eru breytingarnar til komnar vegna þessa. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að undanþága sé einungis veitt við mikil veikindi íbúa. Þá verður gestum gert að spritta hendur og fara beint inn í herbergi viðkomandi íbúa og ekki stoppa á leiðinni. Sé viðkomandi ekki inn á herbergi eigi að biðja starfsmenn um að sækja þau. Gestirnir eigi ekki að gera það sjálfir. Gestum verður einnig gert að virða tveggja metra regluna og forðast snertingu við íbúa. Í reglunum segir að gestir megi ekki koma á dvalarheimilin ef þeir séu í einangrun eða sóttkví, ef þeir séu að bíða úr niðurstöðum úr sýnatöku, sýni einkenni flensu eða hafi verið erlendis. Reglurnar hafa þegar tekið gildi og verða endurskoðaðar eftir þörfum. Á hjúkrunarheimili Áss hafa svipaðar reglur verið teknar upp. Þar mega tveir gestir að hámarki heimsækja íbúa og eiga þeir að forðast sameiginleg svæði eins og setustofur og forðast alla aðra en þá sem þeir eru komnir til að heimsækja. „Undanfarið hafa kannski allir orðið fullslakir gagnvart veirunni og því slakað aðeins á sínum smitvörnum. Við viljum því ítreka við ykkur að gæta að ykkar persónulegu smitvörnum, nota handþvottinn og sprittið óspart, ALLS EKKI koma í heimsóknir ef þið eruð með einhver einkenni frá öndurfærum eða eitthvað slöpp,“ segir í yfirlýsing á vef Áss. Forsvarsmenn Eirar eru að vinna að sambærilegum reglubreytingum og stendur til að birta þær á vef dvalarheimilisins í dag.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira