Benedikt víkur úr máli eftir útskriftarveislu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 15:11 Benedikt Bogason, hæstaréttardómari. mynd/ valgarður Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur vikið úr máli þrotabús EK1923 gegn Sjöstjörnunni sem flutt verður fyrir Hæstarétti í október. Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Sjöstjörnunnar, í samtali við Vísi en tilkynning þess efnis barst í morgun. Heiðar hafði krafist þess að Benedikt viki úr málinu eftir að sá síðarnefndi sótti útskriftarveislu dætra Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús EK1923. Sjöstjarnan, félag athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar, hafði í héraði verið dæmd til að greiða þrotabúinu 223 milljóna króna riftun annars vegar og 21 milljón hins vegar auk vaxta sem Sveinn hafði farið fram á. Landsréttur taldi hins vegar að greiða ætti lægri upphæðina og kyrrsetning á eignum sem höfðu tengst hærri upphæðinni hafði einnig verið felld út. Sveinn Andri áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðnina. Heiðar Ásberg, lögmaður Sjöstjörnunnar, sendi forseta Hæstaréttar bréf í síðustu viku þar sem þess var krafist að hæfi Benedikts Bogasonar yrði metið í málinu en hann væri góðvinur Sveins Andra og því ekki í stöðu til að dæma í málinu. Vísaði hann þá til þess að Benedikt hefði nýlega sótt útskriftarveislur tveggja dætra Sveins Andra, sem mbl.is greindi frá. „Ég vil ekki að vinir andstæðinga minna dæmi í málinu þeirra. Það segir sig sjálft,“ segir Heiðar. Ekki liggur fyrir hver taki við málinu en nýlega sögðu Gréta Baldvinsdóttir og Þorgeir Erlingsson af sér en þau voru dómarar í Hæstarétti. Umsóknarfrestur í stöðu dómara rann út í gær og munu því þrír taka dómarasæti í málinu í haust. „Svo kom tilkynning í morgun um að þau og Benedikt væru ekki lengur í málinu þannig að við vitum bara að Sigurður Tómas og Ingveldur eru en við vitum ekki hverjir koma í staðin fyrir hin,“ segir Heiðar. „Ég hef vitað það lengi að þeir væru félagar en það að hann kæmi í útskriftarveislu barnanna var eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en bara eftir á. Þú býður ekki einhverjum kunningjum þínum í útskriftarveislu barnanna þinna, þú býður bestu vinum þínum. Þess vegna krafðist ég þess að hann myndi víkja úr sæti sem hann gerði.“ Dómsmál Tengdar fréttir Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02 Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur vikið úr máli þrotabús EK1923 gegn Sjöstjörnunni sem flutt verður fyrir Hæstarétti í október. Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Sjöstjörnunnar, í samtali við Vísi en tilkynning þess efnis barst í morgun. Heiðar hafði krafist þess að Benedikt viki úr málinu eftir að sá síðarnefndi sótti útskriftarveislu dætra Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús EK1923. Sjöstjarnan, félag athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar, hafði í héraði verið dæmd til að greiða þrotabúinu 223 milljóna króna riftun annars vegar og 21 milljón hins vegar auk vaxta sem Sveinn hafði farið fram á. Landsréttur taldi hins vegar að greiða ætti lægri upphæðina og kyrrsetning á eignum sem höfðu tengst hærri upphæðinni hafði einnig verið felld út. Sveinn Andri áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðnina. Heiðar Ásberg, lögmaður Sjöstjörnunnar, sendi forseta Hæstaréttar bréf í síðustu viku þar sem þess var krafist að hæfi Benedikts Bogasonar yrði metið í málinu en hann væri góðvinur Sveins Andra og því ekki í stöðu til að dæma í málinu. Vísaði hann þá til þess að Benedikt hefði nýlega sótt útskriftarveislur tveggja dætra Sveins Andra, sem mbl.is greindi frá. „Ég vil ekki að vinir andstæðinga minna dæmi í málinu þeirra. Það segir sig sjálft,“ segir Heiðar. Ekki liggur fyrir hver taki við málinu en nýlega sögðu Gréta Baldvinsdóttir og Þorgeir Erlingsson af sér en þau voru dómarar í Hæstarétti. Umsóknarfrestur í stöðu dómara rann út í gær og munu því þrír taka dómarasæti í málinu í haust. „Svo kom tilkynning í morgun um að þau og Benedikt væru ekki lengur í málinu þannig að við vitum bara að Sigurður Tómas og Ingveldur eru en við vitum ekki hverjir koma í staðin fyrir hin,“ segir Heiðar. „Ég hef vitað það lengi að þeir væru félagar en það að hann kæmi í útskriftarveislu barnanna var eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en bara eftir á. Þú býður ekki einhverjum kunningjum þínum í útskriftarveislu barnanna þinna, þú býður bestu vinum þínum. Þess vegna krafðist ég þess að hann myndi víkja úr sæti sem hann gerði.“
Dómsmál Tengdar fréttir Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02 Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02
Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14