Finna engin tengsl í tveimur tilfellum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2020 15:13 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53