Finna engin tengsl í tveimur tilfellum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2020 15:13 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53