Finna engin tengsl í tveimur tilfellum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2020 15:13 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53