Innlent

Þrjú innan­lands­smit til við­bótar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimað fyrir kórónuveirunni. Mörg innanlandssmit hafa greinst hér á landi síðustu daga.
Skimað fyrir kórónuveirunni. Mörg innanlandssmit hafa greinst hér á landi síðustu daga. Vísir/vilhelm

Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi og hafa þannig þrír bæst við síðan tölur voru birtar á Covid.is í gær. Þegar var búið að greina frá einu hinna þriggja nýju smita í gærkvöldi. Virk innanlandssmit á landinu eru nú 14.

Innanlandssmit frá því að skimun hófst við landamæri í júní eru nú alls 25, þar af hafa 15 greinst síðustu fimm daga. Einn greindist með veiruna við landamæraskimun í gær en sá er með mótefni.

Hópsýking kórónuveirunnar hefur verið staðfest á Akranesi en sex innanlandssmit greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala á sunnudag. 34 sýni voru greind á deildinni í gær og 1.547 sýni tekin við  landamærin. 


Tengdar fréttir

Aftur boðað til upplýsingafundar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“

Nýju innanlandssmitin á Akranesi

Smitrakning er nú sögð standa yfir vegna hópsmits Covid-19 á Akranesi. Staðarmiðillinn Skessuhorn hefur þetta eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Vesturlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×