Erlent

Yfir 650 þúsund látist af völdum veirunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Heildarfjöldi tilfella er nú meiri en 16 milljónir.
Heildarfjöldi tilfella er nú meiri en 16 milljónir. Getty/Bloomberg

Heildarfjöldi greindra tilfella kórónuveirunnar á heimsvísu er nú orðinn meiri en sextán milljónir og hafa yfir 650 þúsund látist vegna veirunnar.

Bandaríkin eru enn þá það þjóðríki þar sem flest tilfelli hafa greinst en þar hafa rúmar 4,2 milljónir íbúa greinst smituð af kórónuveirunni.

Þar á eftir koma Brasilía með 2,4 milljón tilfella, Indland með 1,4 milljón tilfella og Rússland með 816 þúsund tilfelli.

Dauðsföll eru þá orðin 650.553 samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore í Bandaríkjunum. Af þeim hundrað þúsundum sem hafa látist voru 147 þúsund í Bandaríkjunum, 87 þúsund í Brasilíu og tæplega 49 þúsund í Bretlandi,



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×