Fótbolti

Mbappé ekki með gegn Atalanta eftir brotið slæma

Sindri Sverrisson skrifar
Kylian Mbappé var miður sín eftir að hafa meiðst.
Kylian Mbappé var miður sín eftir að hafa meiðst. VÍSIR/GETTY

Kylian Mbappé verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eftir að hafa meiðst í ökkla við slæma tæklingu í bikarúrslitaleiknum í franska fótboltanum á föstudag.

Mbappé tók við gullverðlaununum á hækjum eftir sigur PSG á St Etienne í bikarúrslitaleiknum. Fyrirliði St Etienne, Loic Perrin, tæklaði Mbappé illa og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið.

Nú er komið í ljós að Mbappé verður ekki með PSG gegn Atalanta 12. ágúst í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann missir auk þess af úrslitaleik deildabikarsins gegn Lyon á föstudaginn.

Klippa: Læti eftir brot á Mbappé

Síðustu stig Meistaradeildarinnar fara fram í Portúgal í ágúst og verða leiknir stakir leikir í 8-liða úrslitum og undanúrslitum, í stað tveggja leikja einvíga. Vinni PSG sigur á Atalanta gæti Mbappé mögulega spilað í undanúrslitunum gegn RB Leipzig eða Atlético Madrid.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×