Innlent

Úr­komu­lítið fram að helgi

Sylvía Hall skrifar
Það stefnir í úrkomulitla viku en lægð nálgast landið um verslunarmannahelgina.
Það stefnir í úrkomulitla viku en lægð nálgast landið um verslunarmannahelgina. Vísir/Vilhelm

Það stefnir í prýðisgóða viku á landinu með hægum vindi víðast hvar. Hitastigið fyrir norðan fer stígandi en einhver þoka gæti lekið inn að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Yfir það heila ætti að vera úrkomulítið fram að helgi. Á fimmtudagskvöld fer að hvessa almennilega þegar lægð nálgast landið úr suðri með blauta austanátt sem mun „heiðra verslunarmenn með nærveru sinni“ um helgina.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að norðlægri átt sé spáð í dag, 5 til 10 metrar á sekúndu en hvassara austanlands fram eftir degi. Skýjað með köflum og þurrt að kalla norðvestantil en súld eða rigning með köflum norðaustantil.

Hiti á bilinu 7 til 12 stig nyrðra en léttskýjað sunnanlands og hiti 12 til 18 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Hæg breytileg átt, en norðvestan 3-8 við NA- og SV-ströndina. Bjart og þurrt sunnan heiða, annars skýjað með köflum og dálítil væta. Hiti 8 til 15, svalast við N-ströndina, en allt að 19 stig á S-landi.

Á miðvikudag:

Hægviðri og skýjað en úrkomulítið. Hiti 8 til 14 stig.

Á fimmtudag:

Austan 3-8 m/s, en hvassari við S-ströndina um kvöldið. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 9 til 16 stig.

Á föstudag:

Suðaustlæg átt 5-15 m/s, hvassast við S-ströndina. Rigning, einkum SA-lands, og áfram svipaður hiti.

Á laugardag:

Útlit fyrir sunnanátt með rigningu, en bjartviðri norðan heiða. Hiti 8 til 18 stig, svalast á A-landi.

Á sunnudag:

Líkur á fremur hægri breytilegri átt með vætu og mildu veðri, en sunnanátt og svalara A-lands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×