Fótbolti

Alfons og félagar unnu toppslaginn og eru með fullt hús stiga eftir tíu leiki

Ísak Hallmundarson skrifar
Alfons í leik með U21 liði Íslands.
Alfons í leik með U21 liði Íslands. getty/Alessandro Sabattini

Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í Bodö/Glimt halda áfram að fara á kostum í byrjun tímabils í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Alfons lék allan leikinn í bakverðinum í 3-1 sigri Bodö á Molde í dag. Molde náði forystunni eftir níu mínútna leik en Patrick Berg jafnaði fyrir Bodö á 25. mínútu og staðan í hálfleik jöfn.

Kasper Junker kom Bodö í 2-1 á 65. mínútu og Jens Hauge innsiglaði 3-1 sigur á 71. mínútu. Bodö/Glimt er núna á toppnum með 30 stig, fullt hús stiga, eftir tíu umferðir. Liðið er með fimm stiga forskot á Molde eftir leik liðanna í dag.

Tveir Íslendingaslagir fóru fram. Viðar Jónsson og Emil Pálsson spiluðu allan leikinn fyrir Sandefjord sem sigraði Mjöndalen 1-0. Dagur Dan Þórhallsson var ónotaður varamaður hjá Mjöndalen.

Matthías Vilhjálmsson byrjaði og lék allan leikinn fyrir Valeranga sem vann Strömsgodset 2-0. Ari Leifsson er leikmaður Strömsgodset en lék ekki með liðinu í dag. 

Start og Stabæk gerðu markalaust jafntefli. Jóhannes Harðarson þjálfar Start en Guðmundur Andri Tryggvason leikmaður liðsins kom ekki við sögu hjá liðinu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×