Innlent

Spessi myndar fólk sem náði sér af kórónuveirunni

Heimir Már Pétursson skrifar

Ljósmyndarinn Spessi vinnur þessa dagana að nýrri myndaröð af fólki sem hefur náð sér eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar hitti Spessa á dögunum.

Spessi er öllum hnútum kunnur vestur á Ísafirði enda fæddur þar og uppalinn. Þar hefur hann áður unnið myndaraðir eins og Hetjur en nú er hann að mynda fólk sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Fólk hefur tekið vel í ósk Spessa um að sitja fyrir. En hann segir myndirnar vera í anda þeirra mynda sem lögregla tekur af fólki.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson

„Það gengur bara mjög vel. Fólk þekkir mig all flest og veit hvað ég geri. Þannig að það eru bara allir tilbúnir að koma í myndatöku,“ segir Spessi.

Þetta verði einhvers konar skrásetningarmyndir í anda ljósmynda sem lögregla taki af fólki og fjöldi myndanna verði í oddatölu til að undirstrika að fleiri gætu bæst við. Spessi gerir gjarnan myndaraðir um fólk en hann hlaut þó mikla athygli fyrir bók sína Bensín á sínum tíma sem hafði að geyma myndir af nánast öllum bensínstöðvum landsins.

„Ég er að vinna að nýrri sýningu sem er yfirlitssýning sem verður um miðjan janúar í ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins. Þeir eru að standa fyrir þessari sýningu og þá er þetta yfirlit yfir öll verk sem ég hef gert hingað til. Það kemur bók út í leiðinni sem fjallar um ferilinn frá því ég byrjaði að taka myndir. Ég held að fyrsta myndin sem ég tók sé frá því ég var tólf ára,“ segir Spessi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.