Olivia de Havilland látin 104 ára að aldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 16:42 Olivia de Havilland á fimmta áratugnum. Getty/ Pictorial Parade Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. Hún var síðasti leikari kvikmyndarinnar Gone With the Wind til að kveðja þennan heim en hún lék í fjölda kvikmynda á ferlinum, þar á meðal í The Adventures of Robin Hood og fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. De Havilland var þó einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Gone With the Wind en hún lék hlutverk Melanie Hamilton Wilkes sem kepptist við aðalpersónu myndarinnar, Scarlett O‘Hara, um ást Ashley Wilkes, sem leikinn var af Leslie Howard. Kvikmyndin er meðal þekktustu kvikmynda sögunnar en hún kom út árið 1939. Myndin hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir að fjalla á upphefjandi hátt um sögu Suðurríkja Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. HBO Max ákvað í kjölfarið að birta formála í upphaf myndarinnar á streymisveitu sinni þar sem fjallað er um samhengi myndarinnar. Dame Olivia de Havilland celebrates her 104th year on Earth today. Still rides a bike like a boss. pic.twitter.com/VIseeY73hG— Dame Angela Lansbury News (@_AngelaLansbury) July 1, 2020 De Havilland var mikill brautryðjandi í Hollywood en þegar hún var á langtímasamningi við kvikmyndaver Warner Bros., neitaði hún ákveðnum hlutverkum og fékk hún í kjölfarið fá hlutverk. Hún ákvað þá að kæra Warner Bros. og sagði hún vinnuumhverfið óásættanlegt. Hún sigraði dómsmálið og er það talið hafa breytt starfsumhverfinu í Hollywood mikið. Leikarar hafi í kjölfarið getað samið um betri kjör. Andlát Hollywood Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. Hún var síðasti leikari kvikmyndarinnar Gone With the Wind til að kveðja þennan heim en hún lék í fjölda kvikmynda á ferlinum, þar á meðal í The Adventures of Robin Hood og fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. De Havilland var þó einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Gone With the Wind en hún lék hlutverk Melanie Hamilton Wilkes sem kepptist við aðalpersónu myndarinnar, Scarlett O‘Hara, um ást Ashley Wilkes, sem leikinn var af Leslie Howard. Kvikmyndin er meðal þekktustu kvikmynda sögunnar en hún kom út árið 1939. Myndin hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir að fjalla á upphefjandi hátt um sögu Suðurríkja Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. HBO Max ákvað í kjölfarið að birta formála í upphaf myndarinnar á streymisveitu sinni þar sem fjallað er um samhengi myndarinnar. Dame Olivia de Havilland celebrates her 104th year on Earth today. Still rides a bike like a boss. pic.twitter.com/VIseeY73hG— Dame Angela Lansbury News (@_AngelaLansbury) July 1, 2020 De Havilland var mikill brautryðjandi í Hollywood en þegar hún var á langtímasamningi við kvikmyndaver Warner Bros., neitaði hún ákveðnum hlutverkum og fékk hún í kjölfarið fá hlutverk. Hún ákvað þá að kæra Warner Bros. og sagði hún vinnuumhverfið óásættanlegt. Hún sigraði dómsmálið og er það talið hafa breytt starfsumhverfinu í Hollywood mikið. Leikarar hafi í kjölfarið getað samið um betri kjör.
Andlát Hollywood Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira