Innlent

Sæstrengur það eina sem gæti leyst álver af hólmi

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það.

Rió Tinto eða Isal kvartaði til Samkeppniseftirlitsins í vikunni og sakar þar Landsvirkjun um selja félaginu orku á hærra verði en öðrum álfyrirtækjum. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins.

20% af allri orkusölu Landsvirkjunnar fer til álversins og greiddi það sem samsvarar um 13,6 milljarða íslenskra króna fyrir orkuna á síðasta ári.

Rio tinto hefur lokað öllum álverum sínum í Evrópu nema hér á landi. 

Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir fyrirtækið þjóðhagslega mikilvægt og fátt sem gæti komið í staðinn.

„Ef viðskiptavinurinn hyrfi á braut yrði Landsvirkjun lengi að finna nýjan kaupanda af öllu þessu orkumagni. Sá möguleiki sem var áhugi á hjá Landsvirkjun og stjórnvalda fyrir nokkrum árum var að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópu. Ég er ekki að tala fyrir því en það gæti verið góður kostur því raforkuverð í Evrópu hefur oft verið hátt. Þó þetta yrði gert þyrfti það ekki að hafa mikil áhrif á raforkuverð hér á landi,“ segir Ketill. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR

Iðnaðarráðherra tekur undir það en margt annað komi einnig til greina.

„Sæstrengur er auðvitað einn valmöguleiki og hefur verið lengi en það eru ótrúlega miklar breytingar og hreyfingar á orkumörkuðum heimsins. Lönd eru að keppast við að nýta meira græna orku. Það breytir því þó ekki að við viljum hafa stór og stöndug fyrirtæki hér á landi eins og Ísal.  


Tengdar fréttir

Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun

Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×