Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys í Núpa­sveit í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Enn er unnið á vettvangi.
Enn er unnið á vettvangi. Vísir/vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra er enn unnið á vettvangi og litlar upplýsingar hægt að veita að svo stöddu.

Þó fékkst staðfest að um útafakstur eins bíls hafi verið að ræða.

Slysið mun hafa orðið skammt frá Presthólum í Núpasveit sem er á milli Öxarfjarðarnúps og Snartarstaðanúps, skammt frá Kópaskeri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.