Segir samstarfsmann sinn á þingi hafa kallað sig „helvítis tík“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2020 23:29 Alexandria Ocasio-Cortez er einn þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Getty/Scott Eisen Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez segir að samstarfsmaður hennar í deildinni, þingmaðurinn Ted Yoho hafi kallað hana „helvítis tík“ fyrr í þessari viku. Þetta kom fram í þingræðu. Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um ummælu Yoho, en Ocasio-Cortez ítrekaði það í þinginu í dag eftir að Yoho sagði um misskilning að ræða. Ocasio-Cortez segir atvikið hafa átt sér stað á tröppum þinghússins í Washington-borg. Hún hafi verið á leið upp tröppurnar og inn í þinghúsið þegar Yoho hafi nálgast hana, veifað fingrinum framan í hana og sagt hana ógeðslega. Hún hafi þá sagt hann dónalegan, gengið burt og hann kallað á eftir henni. „Það voru fréttamenn fyrir framan þinghúsið. Fyrir framan téða fréttamenn kallaði þingmaðurinn Yoho mig, og ég vitna beint í hann: „Helvítis tík.““ Ted Yoho er einn þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.Melina Mara/WP/Getty Yoho baðst í gær afsökunar, en þó ekki á að hafa látið orðin falla. Hann baðst heldur afsökunar á þeim misskilningi sem ríkti um að hann hefði látið orðin falla. „Hafandi verið giftur í 45 ár og eigandi tvær dætur er ég mjög meðvitaður um orðaval mitt. Móðgandi orð sem mér eru gerð upp voru aldrei látin falla í garð samstarfskonu minnar og ef þeim var tekið þannig, þá biðst ég afsökunar á misskilningnum sem þau hafa valdið. Ég get ekki beðist afsökunar á ástríðu minni, á því að elska Guð, fjölskyldu mína og landið mitt,“ sagði Yoho. Þessi orð Yoho urðu tilefni til þess að Ocasio-Cortez vakti aftur máls á atvikinu. Hún sagði ummælin ekki hafa verið særandi, þar sem hún hefði kynnst svipaðri hegðun áður. „Herra Yoho minntist á að hann ætti eiginkonu og tvær dætur. Ég er tveimur árum yngri en yngsta dóttir herra Yoho. Ég er dóttir einhvers líka. Að eiga eiginkonu gerir mann ekki að góðum manni, að koma fram við fólk af virðingu gerir mann að góðum manni,“ sagði Ocasio-Cortez í þingræðu sinni í dag. Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Sjá meira
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez segir að samstarfsmaður hennar í deildinni, þingmaðurinn Ted Yoho hafi kallað hana „helvítis tík“ fyrr í þessari viku. Þetta kom fram í þingræðu. Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um ummælu Yoho, en Ocasio-Cortez ítrekaði það í þinginu í dag eftir að Yoho sagði um misskilning að ræða. Ocasio-Cortez segir atvikið hafa átt sér stað á tröppum þinghússins í Washington-borg. Hún hafi verið á leið upp tröppurnar og inn í þinghúsið þegar Yoho hafi nálgast hana, veifað fingrinum framan í hana og sagt hana ógeðslega. Hún hafi þá sagt hann dónalegan, gengið burt og hann kallað á eftir henni. „Það voru fréttamenn fyrir framan þinghúsið. Fyrir framan téða fréttamenn kallaði þingmaðurinn Yoho mig, og ég vitna beint í hann: „Helvítis tík.““ Ted Yoho er einn þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.Melina Mara/WP/Getty Yoho baðst í gær afsökunar, en þó ekki á að hafa látið orðin falla. Hann baðst heldur afsökunar á þeim misskilningi sem ríkti um að hann hefði látið orðin falla. „Hafandi verið giftur í 45 ár og eigandi tvær dætur er ég mjög meðvitaður um orðaval mitt. Móðgandi orð sem mér eru gerð upp voru aldrei látin falla í garð samstarfskonu minnar og ef þeim var tekið þannig, þá biðst ég afsökunar á misskilningnum sem þau hafa valdið. Ég get ekki beðist afsökunar á ástríðu minni, á því að elska Guð, fjölskyldu mína og landið mitt,“ sagði Yoho. Þessi orð Yoho urðu tilefni til þess að Ocasio-Cortez vakti aftur máls á atvikinu. Hún sagði ummælin ekki hafa verið særandi, þar sem hún hefði kynnst svipaðri hegðun áður. „Herra Yoho minntist á að hann ætti eiginkonu og tvær dætur. Ég er tveimur árum yngri en yngsta dóttir herra Yoho. Ég er dóttir einhvers líka. Að eiga eiginkonu gerir mann ekki að góðum manni, að koma fram við fólk af virðingu gerir mann að góðum manni,“ sagði Ocasio-Cortez í þingræðu sinni í dag.
Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Sjá meira