Kaupmáttur launa aldrei hærri Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2020 19:56 Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. Verðbólga milli aprílmánaða 2019 og 2020 var 2,2% og hækkun launavísitölu 6,7% á sama tímabili. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að þetta geri það að verkum að kaupmáttaraukning hefur aldrei mælst hærri en í apríl. „Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri heldur en þessa dagana. Hann tók stökk upp á við í apríl, bæði vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og almennra launahækkana á markaðnum vegna kjarasamninga. Þá tók kaupmátturinn gott stökk upp á við og hefur hangið þar síðan, segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „Hann á auðvitað eftir að lækka þegar líður á árið þar sem við eigum ekki von á miklum launabreytingum fyrr en eftir áramót.“ Margar stéttir hafa undirritað kjarasamninga undanfarna mánuði og allt að ár aftur í tímann og kemur til endurskoðunar flestra þeirra í september. „Þetta eru samningar sem eru orðnir rúmlega árs gamlir. Það er eins og gerist oft, endurskoðun sem þarf að klárast fyrir ákveðinn tíma. Hún þarf að klárast fyrir lok september. Þá kemur í ljóst hvort þetta haldi áfram eða verði sagt upp,“ sagði Ari. Hann segir að minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirufaraldursins geti hins vegar haft áhrif á afstöðu atvinnurekenda til kjarasamningana. „Upp að janúar á næsta ári þegar að breytingarnar verða álíka miklar og var í apríl á þessu ári. Einhverjir munu koma til með að hugsa í þá áttina, það er ekkert hægt að útiloka það. Yfirleitt er það nú þannig að atvinnurekendur á Íslandi gefa yfirleitt mikið fyrir að hafa frið á markaðnum,“ sagði Ari Skúlason hagfræðingur. Markaðir Efnahagsmál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. Verðbólga milli aprílmánaða 2019 og 2020 var 2,2% og hækkun launavísitölu 6,7% á sama tímabili. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að þetta geri það að verkum að kaupmáttaraukning hefur aldrei mælst hærri en í apríl. „Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri heldur en þessa dagana. Hann tók stökk upp á við í apríl, bæði vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og almennra launahækkana á markaðnum vegna kjarasamninga. Þá tók kaupmátturinn gott stökk upp á við og hefur hangið þar síðan, segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „Hann á auðvitað eftir að lækka þegar líður á árið þar sem við eigum ekki von á miklum launabreytingum fyrr en eftir áramót.“ Margar stéttir hafa undirritað kjarasamninga undanfarna mánuði og allt að ár aftur í tímann og kemur til endurskoðunar flestra þeirra í september. „Þetta eru samningar sem eru orðnir rúmlega árs gamlir. Það er eins og gerist oft, endurskoðun sem þarf að klárast fyrir ákveðinn tíma. Hún þarf að klárast fyrir lok september. Þá kemur í ljóst hvort þetta haldi áfram eða verði sagt upp,“ sagði Ari. Hann segir að minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirufaraldursins geti hins vegar haft áhrif á afstöðu atvinnurekenda til kjarasamningana. „Upp að janúar á næsta ári þegar að breytingarnar verða álíka miklar og var í apríl á þessu ári. Einhverjir munu koma til með að hugsa í þá áttina, það er ekkert hægt að útiloka það. Yfirleitt er það nú þannig að atvinnurekendur á Íslandi gefa yfirleitt mikið fyrir að hafa frið á markaðnum,“ sagði Ari Skúlason hagfræðingur.
Markaðir Efnahagsmál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira