Ísland taki þátt í bóluefnisverkefni Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 14:26 Þórólfur Guðnason greindi frá verkefninu á fundi dagsins. Vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með því að lýsa áhuga á þátttöku í verkefninu, sem heitir COVAX, munu Íslendingar tryggja sér bóluefni þegar þar að kemur að sögn Þórólfs. Hann sagði ljóst að margir bóluefnaframleiðendur vinni nú að því að þróa og framleiða bóluefni gegn Covid-19. Það hafi vantað samhæfingu í þessa vinnu og þess vegna hafi WHO sett af stað umrætt verkefni. Ætlun þess sé að styðja við rannsóknir og framleiðslu á bóluefni, sem og að skapa samhæfingu um dreifingu á bóluefni þegar það er tilbúið. Það muni tryggja réttláta dreifingu milli landa. Níu framleiðendur hafa verið valdir til að taka þátt í þessu verkefni að sögn Þórólfs, þar af séu sex þegar með bóluefni í framleiðslu. Áttatíu ríki hafi í dag lýst yfir áhuga á þátttöku, þar af öll Norðurlöndin. Reiknað sé með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar og hver skammtur mun kosta um 35 dali. Því gæti það kostað um 700 milljónir að bólusetja 20 prósent af íslensku þjóðinni. Þórólfur tók þó fram að líklega verði ekki almennt framboð af bóluefni fyrr en á næsta ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með því að lýsa áhuga á þátttöku í verkefninu, sem heitir COVAX, munu Íslendingar tryggja sér bóluefni þegar þar að kemur að sögn Þórólfs. Hann sagði ljóst að margir bóluefnaframleiðendur vinni nú að því að þróa og framleiða bóluefni gegn Covid-19. Það hafi vantað samhæfingu í þessa vinnu og þess vegna hafi WHO sett af stað umrætt verkefni. Ætlun þess sé að styðja við rannsóknir og framleiðslu á bóluefni, sem og að skapa samhæfingu um dreifingu á bóluefni þegar það er tilbúið. Það muni tryggja réttláta dreifingu milli landa. Níu framleiðendur hafa verið valdir til að taka þátt í þessu verkefni að sögn Þórólfs, þar af séu sex þegar með bóluefni í framleiðslu. Áttatíu ríki hafi í dag lýst yfir áhuga á þátttöku, þar af öll Norðurlöndin. Reiknað sé með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar og hver skammtur mun kosta um 35 dali. Því gæti það kostað um 700 milljónir að bólusetja 20 prósent af íslensku þjóðinni. Þórólfur tók þó fram að líklega verði ekki almennt framboð af bóluefni fyrr en á næsta ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09