Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 10:27 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna kærði meinta kínverska njósnara fyrir tilraunir til að stela rannsóknum á bóluefni við Covid-19 og sakaði kínverska ríkið um að hafa aðstoðað þá. Í skipun um að kínversku ræðisskrifstofunni skyldi lokað var vísað til verndar á hugverkarétti Bandaríkjamanna. AP/Andrew Harnik Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. Aukin spenna hefur hlaupið í samskipti bandarískra og kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið, ekki síst í tengslum við viðskipti ríkjanna og kórónuveiruheimsfaraldurinn. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að koma á umdeildum öryggislögum í Hong Kong hefur ekki bætt úr skák. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakaði Kína í gær um að hafa tölvuþrjóta á snærum sínum sem beina spjótum sínum að rannsóknastofum sem þróa bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir fyrir njósnir og þjófnað. Eldar loguðu í ruslafötum á skrifstofunni Síðar í gær urðu sjónarvottar varir við eld í nokkrum ruslafötum í húsagarði kínversku ræðisskrifstofunnar í Houston. Þá sást til fólks henda skjölum á eldinn. Slökkvilið var kallað út en sagðist ekki hafa fengið aðgang að byggingunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Wang Wenbin,, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, lýsti ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem „hneykslanlegri og tilhæfulausri“ og að hún væri í trássi við alþjóðalög. Ræðisskrifstofan í Houston er ein af fimm í Bandaríkjunum auk sendiráðsins í Washington-borg. Hvatti Wang Bandaríkjamenn að hugsa ráð sitt, ella þyrfti Kína að svara með hörðum gagnaðgerðum. Hann útskýrði ekki hvað gekk á í húsagarði ræðisskrifstofunnar í gær. Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Beijing íhugi nú að láta loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Wuhan til að gjalda líku líkt. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að það hefði skipað fyrir um lokun ræðisskrifstofunnar til að verja „bandarísk hugverk og bandaríska einkaupplýsingar“. Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að líða brot Kína gegn fullveldi landsins. Vísaði ráðuneytið til Vínarsáttmálans um að ríkjum beri skylda til að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. Aukin spenna hefur hlaupið í samskipti bandarískra og kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið, ekki síst í tengslum við viðskipti ríkjanna og kórónuveiruheimsfaraldurinn. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að koma á umdeildum öryggislögum í Hong Kong hefur ekki bætt úr skák. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakaði Kína í gær um að hafa tölvuþrjóta á snærum sínum sem beina spjótum sínum að rannsóknastofum sem þróa bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir fyrir njósnir og þjófnað. Eldar loguðu í ruslafötum á skrifstofunni Síðar í gær urðu sjónarvottar varir við eld í nokkrum ruslafötum í húsagarði kínversku ræðisskrifstofunnar í Houston. Þá sást til fólks henda skjölum á eldinn. Slökkvilið var kallað út en sagðist ekki hafa fengið aðgang að byggingunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Wang Wenbin,, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, lýsti ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem „hneykslanlegri og tilhæfulausri“ og að hún væri í trássi við alþjóðalög. Ræðisskrifstofan í Houston er ein af fimm í Bandaríkjunum auk sendiráðsins í Washington-borg. Hvatti Wang Bandaríkjamenn að hugsa ráð sitt, ella þyrfti Kína að svara með hörðum gagnaðgerðum. Hann útskýrði ekki hvað gekk á í húsagarði ræðisskrifstofunnar í gær. Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Beijing íhugi nú að láta loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Wuhan til að gjalda líku líkt. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að það hefði skipað fyrir um lokun ræðisskrifstofunnar til að verja „bandarísk hugverk og bandaríska einkaupplýsingar“. Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að líða brot Kína gegn fullveldi landsins. Vísaði ráðuneytið til Vínarsáttmálans um að ríkjum beri skylda til að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20