Lífið

Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Guðjón ferðaðist um á rafhlaupahjóli í dag til að komast leiðar sinnar við að týna upp tyggjó af gangstéttum bæjarins.
Guðjón ferðaðist um á rafhlaupahjóli í dag til að komast leiðar sinnar við að týna upp tyggjó af gangstéttum bæjarins. Facebook/Tyggjóið Burt

Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. „Nú ferðast kallinn um bæinn á rafskútu. Takk fyrir styrkinn Hopp,“ skrifar Guðjón á Facebook-síðu verkefnisins.

Guðjón hófst í gær handa við að fjarlægja tyggjóklessur af gangstéttum miðbæjar Reykjavíkur og fjarlægði hann 274 tyggjóklessur af gangstéttum Skólarbrúar í miðbænum í gær, sem var fyrsti dagurinn í þessu tíu vikna verkefni.

Guðjón, sem er 70 ára gamall Reykvíkingur, hefur sett sér það að markmiði að fjarlægja sem flestar tyggjóklessur af gangstéttum borgarinnar og þá sérstaklega í miðborginni. Hann segir á Facebook að hann vonist til að ná út fyrir 101 innan viknanna tíu.

Verkefnið er alfarið á hans vegum en hann hefur kallað bæði eftir stuðningi fyrirtækja og einstaklinga við verkefnið „til að ná þessum ófögnuði burt af gangstéttum borgarinnar,“ eins og hann orðar það. Guðjón notast við umhverfisvæna „tyggjóklessusugu“ sem gengur fyrir margnota rafhlöðu, til að fjarlægja tyggjóklessurnar.

Hægt er að styrkja verkefnið hans Guðjóns hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×