Nánar verði fylgst með svæðinu í kjölfar jarðskjálftahrinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 17:59 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00
400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32