Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Telma Tómasson skrifar 20. júlí 2020 15:00 Grindvíkingar eru vanir jarðhræringum, einkum síðustu mánuði. Vísir/Egill Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. Engin merki eru um gosóróa en tugir eftirskjálfta hafa mælst og er fylgst grannt með þróun mála. Grindvíkingar halda ró sinni, en hættuástand er þó viðvarðandi. Hrinan hófst með snörpum jarðskjálfta sem mældist 5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um tuttugu mínútur í miðnætti í gærkvöldi og fannst hann vel á mjög stóru svæði; á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur að Vík í Mýrdal, sem og á Akranesi á Vesturlandi. Þetta er ekki óvenjulegt, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur náttúrvársérfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands, einkum þegar um svo stóran skjálfta er að ræða. „Við höfum fengið held ég, já, marga tugi ef ekki hundruð tilkynninga,“ segir Salóme. Virkni á svæðinu var talsvert mikil frameftir nóttu, dvínaði aðeins um þrjúleytið, en styrktist aftur í morgunsárið um sexleytið, með tveimur skjálftum upp á 4,6 og 4,3 .Margir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, alls afa orðið 19 skjálftar stærri en þrír og segir Salóme virknina stöðuga áfram, þó hún fari eilítið dvínandi. „Þetta er tengt landrisinu sem hefur verið við Þorbjörn að því leyti að við vorum að búast við því að sjá að virknin myndi hoppa á milli svæða á Reykjanesi og má segja að hún sé endurvakin, jarðskjálftavirkni á Reykjanesi, núna. Þetta er framhald af því. Við sjáum engan gosóróa, engin merki þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið akkúrat núna. En þetta er náttúrulega eldvirkt svæði og það mun gjósa á Reykjanesinu einhvern tímann. En það eru engin merki um það að það sé akkúrat núna.“ Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík frá því í janúar, erfitt er að spá fyrir um framhaldið og áfram er grannt fylgst með. „Jörðin er ekki undir okkar stjórn eins mikið og við vildum og við verðum bara að fylgjast með og svo bara kemur í ljós hvað gerist,“ segir Salóme. Tilbúin til rýmingar Grindvíkingar eru orðnir vanir því að jörð skjálfi, taka öllu með stóískri ró en hafa þó varann á. Bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Það er enn þá hættuástand núna og við erum með tengsl við Veðurstofuna ef eitthvað stærra gerist,“ segir Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnssýslusviðs Grindavíkurbæjar. Hvað felur hættuástand í sér af ykkar hálfu? „Í rauninni framhald frá því í janúar þá eru menn viðbúnir að þurfa að rýma, kannski aðallega út af eldgosi, en kannski ekki vegna jarðskjálfta,“ segir Jón. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. Engin merki eru um gosóróa en tugir eftirskjálfta hafa mælst og er fylgst grannt með þróun mála. Grindvíkingar halda ró sinni, en hættuástand er þó viðvarðandi. Hrinan hófst með snörpum jarðskjálfta sem mældist 5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um tuttugu mínútur í miðnætti í gærkvöldi og fannst hann vel á mjög stóru svæði; á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur að Vík í Mýrdal, sem og á Akranesi á Vesturlandi. Þetta er ekki óvenjulegt, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur náttúrvársérfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands, einkum þegar um svo stóran skjálfta er að ræða. „Við höfum fengið held ég, já, marga tugi ef ekki hundruð tilkynninga,“ segir Salóme. Virkni á svæðinu var talsvert mikil frameftir nóttu, dvínaði aðeins um þrjúleytið, en styrktist aftur í morgunsárið um sexleytið, með tveimur skjálftum upp á 4,6 og 4,3 .Margir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, alls afa orðið 19 skjálftar stærri en þrír og segir Salóme virknina stöðuga áfram, þó hún fari eilítið dvínandi. „Þetta er tengt landrisinu sem hefur verið við Þorbjörn að því leyti að við vorum að búast við því að sjá að virknin myndi hoppa á milli svæða á Reykjanesi og má segja að hún sé endurvakin, jarðskjálftavirkni á Reykjanesi, núna. Þetta er framhald af því. Við sjáum engan gosóróa, engin merki þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið akkúrat núna. En þetta er náttúrulega eldvirkt svæði og það mun gjósa á Reykjanesinu einhvern tímann. En það eru engin merki um það að það sé akkúrat núna.“ Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík frá því í janúar, erfitt er að spá fyrir um framhaldið og áfram er grannt fylgst með. „Jörðin er ekki undir okkar stjórn eins mikið og við vildum og við verðum bara að fylgjast með og svo bara kemur í ljós hvað gerist,“ segir Salóme. Tilbúin til rýmingar Grindvíkingar eru orðnir vanir því að jörð skjálfi, taka öllu með stóískri ró en hafa þó varann á. Bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Það er enn þá hættuástand núna og við erum með tengsl við Veðurstofuna ef eitthvað stærra gerist,“ segir Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnssýslusviðs Grindavíkurbæjar. Hvað felur hættuástand í sér af ykkar hálfu? „Í rauninni framhald frá því í janúar þá eru menn viðbúnir að þurfa að rýma, kannski aðallega út af eldgosi, en kannski ekki vegna jarðskjálfta,“ segir Jón.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47