„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ um uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2020 19:50 Gunnar Kristinn Gunnarsson verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“, er heiti á nýju verkefni, sem sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru að byrja með þar sem ömmu og afa er boðið í ferð með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar með viðkomum á nokkrum völdum stöðum. Heilsueflandi uppsveitir er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu þar sem tilgangurinn er að stuðla að heilsu og vellíðan íbúa og gesta á svæðinu. Sögugöngur um Flúðir og Reykholt hafa til dæmis slegið í gegn í sumar þar sem starfsemi fyrirtækja á svæðunum er kynnt og saga þorpanna sögð. Þá hafa íþróttahús sveitarfélaganna verið nýtt undir allskonar hreyfingu, t.d. mættu 160 börn og unglingar nýlega á fjögurra daga körfuboltabúðir á Flúðum. Sveitarfélögin sem standa að „Heilsueflandi uppsveitum“ eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Sögugöngur um Flúðir hafa líka slegið í gegnum í sumar en þar er Árni Þór Hilmarsson göngustjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Við byrjuðum á því að reyna að fá breiðfylkingu í sveitarfélögunum, við erum t.d. með þarfagreiningu núna í gangi fyrir Grímsnes og Grafningshrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp og svo leitum við til félagasamtakanna um að taka þátt í að skapa saman þetta heilsueflandi samfélag. Það er æðislegt að fá að stýra svona verkefni og kynnast kraftinum sem er til staðar og taka þátt í að byggja upp eitthvað,“ segir Gunnar Kristinn Gunnarsson, verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Gunnar segist vera mjög ánægður með hvað sögugöngurnar í Reykholti og Flúðum hafa tekist vel. „Í Reykholti er til dæmis „Sælkerarölt um Reykholt“, mjög spennandi og flott framtak hjá fyrirtækjunum, þar sem þau hafa tekið sig saman og eru með kynningar á því, sem er í gangi þar í sinni framleiðslu og eins hér á Flúðum, það eru fyrirtæki sem eru búin að taka sig saman og eru með viðburðadagskrá. Sælgeragöngur um Reykholt hafa slegið í gegn þar sem gestir göngunnar fá að fræðast um þorpið og heimsækja nokkur fyrirtæki. Göngustjóri er Herdís Friðriksdóttir. Gengið er alla föstudaga klukkan 11:00 og tekur gangan tæplega tvær klukkustundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gunnar segist vera með eitt mjög spennandi verkefni í gangi, sem fer vonandi fljótlega af stað. „Já, vinnuheitið á því er „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ þar sem við leitum til fyrirtækja að gefa afslátt og annað þar sem við getum boðið upp á að fjölskyldan geti farið með ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar: Þannig að við skorum á fólk, þó það fari ekki til útlanda í ár, að bjóða ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar,“ segir Gunnar. Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“, er heiti á nýju verkefni, sem sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru að byrja með þar sem ömmu og afa er boðið í ferð með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar með viðkomum á nokkrum völdum stöðum. Heilsueflandi uppsveitir er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu þar sem tilgangurinn er að stuðla að heilsu og vellíðan íbúa og gesta á svæðinu. Sögugöngur um Flúðir og Reykholt hafa til dæmis slegið í gegn í sumar þar sem starfsemi fyrirtækja á svæðunum er kynnt og saga þorpanna sögð. Þá hafa íþróttahús sveitarfélaganna verið nýtt undir allskonar hreyfingu, t.d. mættu 160 börn og unglingar nýlega á fjögurra daga körfuboltabúðir á Flúðum. Sveitarfélögin sem standa að „Heilsueflandi uppsveitum“ eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Sögugöngur um Flúðir hafa líka slegið í gegnum í sumar en þar er Árni Þór Hilmarsson göngustjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Við byrjuðum á því að reyna að fá breiðfylkingu í sveitarfélögunum, við erum t.d. með þarfagreiningu núna í gangi fyrir Grímsnes og Grafningshrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp og svo leitum við til félagasamtakanna um að taka þátt í að skapa saman þetta heilsueflandi samfélag. Það er æðislegt að fá að stýra svona verkefni og kynnast kraftinum sem er til staðar og taka þátt í að byggja upp eitthvað,“ segir Gunnar Kristinn Gunnarsson, verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Gunnar segist vera mjög ánægður með hvað sögugöngurnar í Reykholti og Flúðum hafa tekist vel. „Í Reykholti er til dæmis „Sælkerarölt um Reykholt“, mjög spennandi og flott framtak hjá fyrirtækjunum, þar sem þau hafa tekið sig saman og eru með kynningar á því, sem er í gangi þar í sinni framleiðslu og eins hér á Flúðum, það eru fyrirtæki sem eru búin að taka sig saman og eru með viðburðadagskrá. Sælgeragöngur um Reykholt hafa slegið í gegn þar sem gestir göngunnar fá að fræðast um þorpið og heimsækja nokkur fyrirtæki. Göngustjóri er Herdís Friðriksdóttir. Gengið er alla föstudaga klukkan 11:00 og tekur gangan tæplega tvær klukkustundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gunnar segist vera með eitt mjög spennandi verkefni í gangi, sem fer vonandi fljótlega af stað. „Já, vinnuheitið á því er „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ þar sem við leitum til fyrirtækja að gefa afslátt og annað þar sem við getum boðið upp á að fjölskyldan geti farið með ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar: Þannig að við skorum á fólk, þó það fari ekki til útlanda í ár, að bjóða ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar,“ segir Gunnar.
Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira