„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ um uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2020 19:50 Gunnar Kristinn Gunnarsson verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“, er heiti á nýju verkefni, sem sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru að byrja með þar sem ömmu og afa er boðið í ferð með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar með viðkomum á nokkrum völdum stöðum. Heilsueflandi uppsveitir er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu þar sem tilgangurinn er að stuðla að heilsu og vellíðan íbúa og gesta á svæðinu. Sögugöngur um Flúðir og Reykholt hafa til dæmis slegið í gegn í sumar þar sem starfsemi fyrirtækja á svæðunum er kynnt og saga þorpanna sögð. Þá hafa íþróttahús sveitarfélaganna verið nýtt undir allskonar hreyfingu, t.d. mættu 160 börn og unglingar nýlega á fjögurra daga körfuboltabúðir á Flúðum. Sveitarfélögin sem standa að „Heilsueflandi uppsveitum“ eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Sögugöngur um Flúðir hafa líka slegið í gegnum í sumar en þar er Árni Þór Hilmarsson göngustjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Við byrjuðum á því að reyna að fá breiðfylkingu í sveitarfélögunum, við erum t.d. með þarfagreiningu núna í gangi fyrir Grímsnes og Grafningshrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp og svo leitum við til félagasamtakanna um að taka þátt í að skapa saman þetta heilsueflandi samfélag. Það er æðislegt að fá að stýra svona verkefni og kynnast kraftinum sem er til staðar og taka þátt í að byggja upp eitthvað,“ segir Gunnar Kristinn Gunnarsson, verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Gunnar segist vera mjög ánægður með hvað sögugöngurnar í Reykholti og Flúðum hafa tekist vel. „Í Reykholti er til dæmis „Sælkerarölt um Reykholt“, mjög spennandi og flott framtak hjá fyrirtækjunum, þar sem þau hafa tekið sig saman og eru með kynningar á því, sem er í gangi þar í sinni framleiðslu og eins hér á Flúðum, það eru fyrirtæki sem eru búin að taka sig saman og eru með viðburðadagskrá. Sælgeragöngur um Reykholt hafa slegið í gegn þar sem gestir göngunnar fá að fræðast um þorpið og heimsækja nokkur fyrirtæki. Göngustjóri er Herdís Friðriksdóttir. Gengið er alla föstudaga klukkan 11:00 og tekur gangan tæplega tvær klukkustundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gunnar segist vera með eitt mjög spennandi verkefni í gangi, sem fer vonandi fljótlega af stað. „Já, vinnuheitið á því er „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ þar sem við leitum til fyrirtækja að gefa afslátt og annað þar sem við getum boðið upp á að fjölskyldan geti farið með ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar: Þannig að við skorum á fólk, þó það fari ekki til útlanda í ár, að bjóða ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar,“ segir Gunnar. Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“, er heiti á nýju verkefni, sem sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru að byrja með þar sem ömmu og afa er boðið í ferð með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar með viðkomum á nokkrum völdum stöðum. Heilsueflandi uppsveitir er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu þar sem tilgangurinn er að stuðla að heilsu og vellíðan íbúa og gesta á svæðinu. Sögugöngur um Flúðir og Reykholt hafa til dæmis slegið í gegn í sumar þar sem starfsemi fyrirtækja á svæðunum er kynnt og saga þorpanna sögð. Þá hafa íþróttahús sveitarfélaganna verið nýtt undir allskonar hreyfingu, t.d. mættu 160 börn og unglingar nýlega á fjögurra daga körfuboltabúðir á Flúðum. Sveitarfélögin sem standa að „Heilsueflandi uppsveitum“ eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Sögugöngur um Flúðir hafa líka slegið í gegnum í sumar en þar er Árni Þór Hilmarsson göngustjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Við byrjuðum á því að reyna að fá breiðfylkingu í sveitarfélögunum, við erum t.d. með þarfagreiningu núna í gangi fyrir Grímsnes og Grafningshrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp og svo leitum við til félagasamtakanna um að taka þátt í að skapa saman þetta heilsueflandi samfélag. Það er æðislegt að fá að stýra svona verkefni og kynnast kraftinum sem er til staðar og taka þátt í að byggja upp eitthvað,“ segir Gunnar Kristinn Gunnarsson, verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Gunnar segist vera mjög ánægður með hvað sögugöngurnar í Reykholti og Flúðum hafa tekist vel. „Í Reykholti er til dæmis „Sælkerarölt um Reykholt“, mjög spennandi og flott framtak hjá fyrirtækjunum, þar sem þau hafa tekið sig saman og eru með kynningar á því, sem er í gangi þar í sinni framleiðslu og eins hér á Flúðum, það eru fyrirtæki sem eru búin að taka sig saman og eru með viðburðadagskrá. Sælgeragöngur um Reykholt hafa slegið í gegn þar sem gestir göngunnar fá að fræðast um þorpið og heimsækja nokkur fyrirtæki. Göngustjóri er Herdís Friðriksdóttir. Gengið er alla föstudaga klukkan 11:00 og tekur gangan tæplega tvær klukkustundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gunnar segist vera með eitt mjög spennandi verkefni í gangi, sem fer vonandi fljótlega af stað. „Já, vinnuheitið á því er „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ þar sem við leitum til fyrirtækja að gefa afslátt og annað þar sem við getum boðið upp á að fjölskyldan geti farið með ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar: Þannig að við skorum á fólk, þó það fari ekki til útlanda í ár, að bjóða ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar,“ segir Gunnar.
Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira