Fólk sem greindist með kórónuveiruna en fann fyrir litlum einkennum tínist inn í endurhæfingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2020 21:00 Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar tók Reykjalundur á móti fólki sem áður lá þungt haldið á Landspítalanum vegna sjúkdómisins. Skjólstæðingarnir áttu það allir sameiginlegt að hafa verið með öndunarfærabilun og þurftu á endurhæfingu að halda til að komast aftur út í hið daglega líf. Nú hefur Reykjalundur fengið fjölda af umsóknum frá fólki sem þarf á endurhæfingu að halda þrátt fyrir að það hafi ekki veikst alvarlega af veirunni á sínum tíma og lagðist því ekki inn á spítala. „Það er töluverður fjöldi af einstaklingum sem smitaðist en veiktist ekki mjög mikið, allavegana þurftu ekki að leggjast inn á spítala og jafnvel fengu lítil einkenni. Þetti hópur er að koma fram núna mörgum vikum eftir smit og er ekki búinn að ná sér að fullu,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Fólkið finnur fyrir mikilli þreytu, úthaldsleysi og almennum lungnaeinkennum. „Þessi hópur virðist vera töluvert stór en það er þó ekkert búið að kortleggja enn hversu margir þetta eru og það þarf í rauninni að ráðast í þá vinnu núna,“ sagði Pétur. Hann segir mikilvægt að kortleggja þenna hóp og greina umfang hans. Dæmi eru um að fólk sé veikara nú en það var þegar það barðist við veiruna. Pétur segir líðan fólks sveiflukennda. „Það er gott í einhvern tíma en fari síðan aftur niður á veikindastig ef við getum sagt sem svo. Jafnvel að þetta sé að endurtaka sig á nokkurra vikna fresti. Þetta er forvitnilegt sjónarhorn sem við þekktum ekki áður,“ sagði Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar tók Reykjalundur á móti fólki sem áður lá þungt haldið á Landspítalanum vegna sjúkdómisins. Skjólstæðingarnir áttu það allir sameiginlegt að hafa verið með öndunarfærabilun og þurftu á endurhæfingu að halda til að komast aftur út í hið daglega líf. Nú hefur Reykjalundur fengið fjölda af umsóknum frá fólki sem þarf á endurhæfingu að halda þrátt fyrir að það hafi ekki veikst alvarlega af veirunni á sínum tíma og lagðist því ekki inn á spítala. „Það er töluverður fjöldi af einstaklingum sem smitaðist en veiktist ekki mjög mikið, allavegana þurftu ekki að leggjast inn á spítala og jafnvel fengu lítil einkenni. Þetti hópur er að koma fram núna mörgum vikum eftir smit og er ekki búinn að ná sér að fullu,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Fólkið finnur fyrir mikilli þreytu, úthaldsleysi og almennum lungnaeinkennum. „Þessi hópur virðist vera töluvert stór en það er þó ekkert búið að kortleggja enn hversu margir þetta eru og það þarf í rauninni að ráðast í þá vinnu núna,“ sagði Pétur. Hann segir mikilvægt að kortleggja þenna hóp og greina umfang hans. Dæmi eru um að fólk sé veikara nú en það var þegar það barðist við veiruna. Pétur segir líðan fólks sveiflukennda. „Það er gott í einhvern tíma en fari síðan aftur niður á veikindastig ef við getum sagt sem svo. Jafnvel að þetta sé að endurtaka sig á nokkurra vikna fresti. Þetta er forvitnilegt sjónarhorn sem við þekktum ekki áður,“ sagði Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent