Fótbolti

Mikael fiskaði víti og rautt spjald í rosalegum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronnie skorar úr vítaspyrnunni sem Mikael fiskar.
Ronnie skorar úr vítaspyrnunni sem Mikael fiskar. vísir/getty

Dönsku meistararnir í FC Midtjylland unnu 6-3 sigur á FC Nordsjælland í rosalegum leik í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Nordsjælland komst yfir á 10. mínútu en þremur mínútum síðar fékk Mikael Anderson vítaspyrnu. Í kjölfarið fékk Mads Dohr Thychosen, varnarmaður Nordsjælland, rautt spjald.

Ronnie Schwartz skoraði úr vítinu en Kamal-Deen Sulemana kom Nordsjælland aftur yfir á 23. mínútu. Anders Dreyer og Frank Onyeka komu Midtjylland yfir en Tochi Phil Chukwuani jafnaði á 69. mínútu.

Erik Sviatchenko, Ronnie Schwartz og Lasse Vibe bættu við mörkum áður en yfir lauk og lokatölur 6-3 en Mikael spilaði 83 mínútur.

Midtjylland eru orðnir danskir meistarar og eru með nítján stiga forskot. Nordsjælland er í 6. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×