Kemst hjá verðhækkun á salati með nýjum tækjabúnaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júlí 2020 20:23 Hafberg Þórisson er eigandi Lambhaga. BALDUR HRAFNKELL Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs. Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs.
Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira