Óttast mest einkennalausar félagsverur Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 14:50 Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson á fundi dagsins. Lögreglan Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. Ekkert innanlandssmit hefur greinst undanfarnar tvær vikur og eru aðeins 11 í einangrun sem stendur. Það segi þó ekki alla söguna, ekki þurfi nema einn víðförlan smitbera til að koma af stað hópsýkingu að sögn Þórólfs. Persónulega óttist hann mest einkennalausar félagsverur, þær séu líklegastar til að smita út frá sér. Þórólfur var spurður á almannavarnafundi dagsins hvort hann undraðist það að ferðamenn, sem komið hafa hingað til lands frá 15. júní þegar tilslakanir tóku gildi á landamærunum, hafi ekki smitað meira út frá sér en raun ber vitni. Sóttvarnalæknir sagðist alveg geta fallist á það, hann hafi jafnvel búist við því að smitin yrðu fleiri og að innanlandssmitum myndi fjölga eitthvað. Tekin hafa verið næstum 41 þúsund sýni á landamærunum og af þeim hafa 14 bent til virks smits. Engin hópsýking hefur komið upp frá 15. júní og eru 11 einstaklingar í einangrun sem stendur. „Maður er hræddur við þá einstaklinga“ Þórólfur segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að hér kæmi aftur upp stór faraldur með landamæratilslökununum. Tölurnar hér að ofan beri það þó með sér að landsmönnum hafi tekist að kæfa þær örfáu sýkingar sem komið hafa upp. Sá góði árangur hafi komið Þórólfi á óvart enda gat allt eins verið að fleiri sýkingar myndu berast hingað til lands með þeim tugum þúsunda ferðamanna sem lagt hafa leið sína hingað undanfarnar vikur. Þó sé ekki öll sagan sögð að mati Þórólfs. Lítið megi út af bregða til að hér blossi upp hópsýking. Margir smitberar séu einkennalausir og eru þeir, að mati Þórólfs, þeir hættulegustu þegar baráttan gegn veirunni er annars vegar. Þeir gætu farið á milli margra einstaklinga, án þess að átta sig á því að þeir séu smitaðir, og fyrir vikið smitað marga út frá sér. „Maður er hræddur við þá einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagði jafnframt að Íslendingar séu enn að læra eitthvað nýtt um veiruna á hverjum degi. Mikilvægt sé að nýta þá þekkingu sem verður til í hverju skrefi baráttunnar og draga af henni lærdóm, áður en lengra er haldið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. Ekkert innanlandssmit hefur greinst undanfarnar tvær vikur og eru aðeins 11 í einangrun sem stendur. Það segi þó ekki alla söguna, ekki þurfi nema einn víðförlan smitbera til að koma af stað hópsýkingu að sögn Þórólfs. Persónulega óttist hann mest einkennalausar félagsverur, þær séu líklegastar til að smita út frá sér. Þórólfur var spurður á almannavarnafundi dagsins hvort hann undraðist það að ferðamenn, sem komið hafa hingað til lands frá 15. júní þegar tilslakanir tóku gildi á landamærunum, hafi ekki smitað meira út frá sér en raun ber vitni. Sóttvarnalæknir sagðist alveg geta fallist á það, hann hafi jafnvel búist við því að smitin yrðu fleiri og að innanlandssmitum myndi fjölga eitthvað. Tekin hafa verið næstum 41 þúsund sýni á landamærunum og af þeim hafa 14 bent til virks smits. Engin hópsýking hefur komið upp frá 15. júní og eru 11 einstaklingar í einangrun sem stendur. „Maður er hræddur við þá einstaklinga“ Þórólfur segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að hér kæmi aftur upp stór faraldur með landamæratilslökununum. Tölurnar hér að ofan beri það þó með sér að landsmönnum hafi tekist að kæfa þær örfáu sýkingar sem komið hafa upp. Sá góði árangur hafi komið Þórólfi á óvart enda gat allt eins verið að fleiri sýkingar myndu berast hingað til lands með þeim tugum þúsunda ferðamanna sem lagt hafa leið sína hingað undanfarnar vikur. Þó sé ekki öll sagan sögð að mati Þórólfs. Lítið megi út af bregða til að hér blossi upp hópsýking. Margir smitberar séu einkennalausir og eru þeir, að mati Þórólfs, þeir hættulegustu þegar baráttan gegn veirunni er annars vegar. Þeir gætu farið á milli margra einstaklinga, án þess að átta sig á því að þeir séu smitaðir, og fyrir vikið smitað marga út frá sér. „Maður er hræddur við þá einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagði jafnframt að Íslendingar séu enn að læra eitthvað nýtt um veiruna á hverjum degi. Mikilvægt sé að nýta þá þekkingu sem verður til í hverju skrefi baráttunnar og draga af henni lærdóm, áður en lengra er haldið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51