Óttast mest einkennalausar félagsverur Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 14:50 Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson á fundi dagsins. Lögreglan Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. Ekkert innanlandssmit hefur greinst undanfarnar tvær vikur og eru aðeins 11 í einangrun sem stendur. Það segi þó ekki alla söguna, ekki þurfi nema einn víðförlan smitbera til að koma af stað hópsýkingu að sögn Þórólfs. Persónulega óttist hann mest einkennalausar félagsverur, þær séu líklegastar til að smita út frá sér. Þórólfur var spurður á almannavarnafundi dagsins hvort hann undraðist það að ferðamenn, sem komið hafa hingað til lands frá 15. júní þegar tilslakanir tóku gildi á landamærunum, hafi ekki smitað meira út frá sér en raun ber vitni. Sóttvarnalæknir sagðist alveg geta fallist á það, hann hafi jafnvel búist við því að smitin yrðu fleiri og að innanlandssmitum myndi fjölga eitthvað. Tekin hafa verið næstum 41 þúsund sýni á landamærunum og af þeim hafa 14 bent til virks smits. Engin hópsýking hefur komið upp frá 15. júní og eru 11 einstaklingar í einangrun sem stendur. „Maður er hræddur við þá einstaklinga“ Þórólfur segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að hér kæmi aftur upp stór faraldur með landamæratilslökununum. Tölurnar hér að ofan beri það þó með sér að landsmönnum hafi tekist að kæfa þær örfáu sýkingar sem komið hafa upp. Sá góði árangur hafi komið Þórólfi á óvart enda gat allt eins verið að fleiri sýkingar myndu berast hingað til lands með þeim tugum þúsunda ferðamanna sem lagt hafa leið sína hingað undanfarnar vikur. Þó sé ekki öll sagan sögð að mati Þórólfs. Lítið megi út af bregða til að hér blossi upp hópsýking. Margir smitberar séu einkennalausir og eru þeir, að mati Þórólfs, þeir hættulegustu þegar baráttan gegn veirunni er annars vegar. Þeir gætu farið á milli margra einstaklinga, án þess að átta sig á því að þeir séu smitaðir, og fyrir vikið smitað marga út frá sér. „Maður er hræddur við þá einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagði jafnframt að Íslendingar séu enn að læra eitthvað nýtt um veiruna á hverjum degi. Mikilvægt sé að nýta þá þekkingu sem verður til í hverju skrefi baráttunnar og draga af henni lærdóm, áður en lengra er haldið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. Ekkert innanlandssmit hefur greinst undanfarnar tvær vikur og eru aðeins 11 í einangrun sem stendur. Það segi þó ekki alla söguna, ekki þurfi nema einn víðförlan smitbera til að koma af stað hópsýkingu að sögn Þórólfs. Persónulega óttist hann mest einkennalausar félagsverur, þær séu líklegastar til að smita út frá sér. Þórólfur var spurður á almannavarnafundi dagsins hvort hann undraðist það að ferðamenn, sem komið hafa hingað til lands frá 15. júní þegar tilslakanir tóku gildi á landamærunum, hafi ekki smitað meira út frá sér en raun ber vitni. Sóttvarnalæknir sagðist alveg geta fallist á það, hann hafi jafnvel búist við því að smitin yrðu fleiri og að innanlandssmitum myndi fjölga eitthvað. Tekin hafa verið næstum 41 þúsund sýni á landamærunum og af þeim hafa 14 bent til virks smits. Engin hópsýking hefur komið upp frá 15. júní og eru 11 einstaklingar í einangrun sem stendur. „Maður er hræddur við þá einstaklinga“ Þórólfur segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að hér kæmi aftur upp stór faraldur með landamæratilslökununum. Tölurnar hér að ofan beri það þó með sér að landsmönnum hafi tekist að kæfa þær örfáu sýkingar sem komið hafa upp. Sá góði árangur hafi komið Þórólfi á óvart enda gat allt eins verið að fleiri sýkingar myndu berast hingað til lands með þeim tugum þúsunda ferðamanna sem lagt hafa leið sína hingað undanfarnar vikur. Þó sé ekki öll sagan sögð að mati Þórólfs. Lítið megi út af bregða til að hér blossi upp hópsýking. Margir smitberar séu einkennalausir og eru þeir, að mati Þórólfs, þeir hættulegustu þegar baráttan gegn veirunni er annars vegar. Þeir gætu farið á milli margra einstaklinga, án þess að átta sig á því að þeir séu smitaðir, og fyrir vikið smitað marga út frá sér. „Maður er hræddur við þá einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagði jafnframt að Íslendingar séu enn að læra eitthvað nýtt um veiruna á hverjum degi. Mikilvægt sé að nýta þá þekkingu sem verður til í hverju skrefi baráttunnar og draga af henni lærdóm, áður en lengra er haldið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51