Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 14:42 Að sögn verkefnastjóra Borgarlínunnar verða framkvæmdirnar ekki jafn dýrar og margir hafa haldið fram. Vísir/Vilhelm Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30