Innlent

Bíða eftir niðurstöðu í vinnubúðum á hálendinu

Kristín Ólafsdóttir og Telma Tómasson skrifa
Fólkið er allt frá Austur-Evrópu en búsett hér á landi.
Fólkið er allt frá Austur-Evrópu en búsett hér á landi. Vísir/Jóhann K.

Sex einstaklingar sem komu með Norrænu til landsins fóru í mótefnapróf vegna kórónuveirunnar í morgun. Einn þeirra hafði reynst jákvæður við skimun í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. 

Fólkið ferðast saman, er frá Austur-Evrópu, en starfar hér á landi og var í einangrun um borð í Norrænu alla leið til Íslands. Sexmenningarnir eru skráðir til heimilis hér á landi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi segir að sexmenningarnir hafi ætlað að halda til starfa á hálendinu við komuna hingað til lands og munu dvelja þar í vinnubúðum. Þar verða þeir í einangrun þar til niðurstöður skimunarinnar í morgun liggja fyrir.

Sá sem reyndist jákvæður í fyrra mótefnaprófinu ber ekki einkenni veirunnar og ekki heldur samferðafólk hans. Nýtt skimunarpróf mun væntanlega leiða í ljós hvort smitið sé virkt eða gamalt.


Tengdar fréttir

730 koma með Norrænu í dag

Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.