Leipzig á meiri möguleika að vinna Meistaradeildina en Liverpool banarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 11:00 Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid í leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í Liverpool í mars. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City er sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeim sem eru enn á lífi í keppninni sem hefst á ný í næsta mánuði. Bestu lið Evrópu hafa einbeitt sér að því að klára deildarkeppnir sínar í júní og júlí en nú er farið að styttast í því að þau geti farið að einbeita sér að Meistaradeildinni. Lokakafli Meistaradeildarinnar fer fram með allt öðrum hætti en áður því hún verður nú kláruð á tíu dögum í ágúst og fara allir leikirnir fram í borginni Lissabon í Portúgal. Það á reyndar eftir að klára fjóra seinni leiki í sextán liða úrslitunum en svo tekur við eins leiks útsláttarkeppni eins og HM eða EM. Það var dregið út alla keppnina í síðustu viku og það hjálpaði mönnum að gera sér grein fyrir möguleikum hvers liðs fyrir sig. Tölfræðingarnir á fivethirtyeight.com hafa nú reiknað út sigurlíkur allra liðann sem eru eftir í Meistaradeildinni. ?? 12. Chelsea - less than 1% chance?? 9. Juventus - only 2% chance?? 4. Barcelona - 9% chanceThe awkward moment Liverpool lost to a team with only a 7% chance of winning ??https://t.co/N7BERSmb3y— GiveMeSport (@GiveMeSport) July 10, 2020 Manchester City er ekki komið áfram í átta liða úrslitin en það eru samt 29 prósent líkur á því að þeir vinni úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og 41 prósent líkur á því að þeir komist þangað. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik þeirra í sextán liða úrslitunum en liðin mætast aftur á Ethiad leikvanginum í Manchester 7. ágúst næstkomandi. Næstmestar líkur eru á því að Bayern München vinni eða 23 prósent og franska liðið Paris Saint Germain er síðan í þriðja sætið með 15 prósent líkur. PSG sleppur við Manchester City, Real Madrid, Juventus, Barcelona og Bayern München á mögulegri leið sinni í úrslitaleikinn. RB Leipzig mætir Liverpool bönunum í Atlético Madrid í átta liða úrslitunum og það eru meiri líkur á því að þýska liðið verði Evrópumeistari (8%) en að liðið sem sló út Evrópu-, heims- og Englandsmeistara Liverpool. Það munar reyndar bara einu prósenti. Minnstar líkur á sigri í Meistaradeildinni eru þrjú lið sem eiga líka eftir að spila seinni leikinn sinn í sextán liða úrslitunum en það eru Lyon, Napoli og Chelsea. Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli á móti Bayern München í fyrri leiknum og á nánast enga möguleika á því að komast áfram. Napoli náði hins vegar jafntefli á móti Barcelona og Lyon vann Juventus. Það breytir því þó ekki að bæði þessi lið eru með undir 1 prósent líkur á að þau fari alla leið í keppninni. Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1% Meistaradeild Evrópu Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Manchester City er sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeim sem eru enn á lífi í keppninni sem hefst á ný í næsta mánuði. Bestu lið Evrópu hafa einbeitt sér að því að klára deildarkeppnir sínar í júní og júlí en nú er farið að styttast í því að þau geti farið að einbeita sér að Meistaradeildinni. Lokakafli Meistaradeildarinnar fer fram með allt öðrum hætti en áður því hún verður nú kláruð á tíu dögum í ágúst og fara allir leikirnir fram í borginni Lissabon í Portúgal. Það á reyndar eftir að klára fjóra seinni leiki í sextán liða úrslitunum en svo tekur við eins leiks útsláttarkeppni eins og HM eða EM. Það var dregið út alla keppnina í síðustu viku og það hjálpaði mönnum að gera sér grein fyrir möguleikum hvers liðs fyrir sig. Tölfræðingarnir á fivethirtyeight.com hafa nú reiknað út sigurlíkur allra liðann sem eru eftir í Meistaradeildinni. ?? 12. Chelsea - less than 1% chance?? 9. Juventus - only 2% chance?? 4. Barcelona - 9% chanceThe awkward moment Liverpool lost to a team with only a 7% chance of winning ??https://t.co/N7BERSmb3y— GiveMeSport (@GiveMeSport) July 10, 2020 Manchester City er ekki komið áfram í átta liða úrslitin en það eru samt 29 prósent líkur á því að þeir vinni úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og 41 prósent líkur á því að þeir komist þangað. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik þeirra í sextán liða úrslitunum en liðin mætast aftur á Ethiad leikvanginum í Manchester 7. ágúst næstkomandi. Næstmestar líkur eru á því að Bayern München vinni eða 23 prósent og franska liðið Paris Saint Germain er síðan í þriðja sætið með 15 prósent líkur. PSG sleppur við Manchester City, Real Madrid, Juventus, Barcelona og Bayern München á mögulegri leið sinni í úrslitaleikinn. RB Leipzig mætir Liverpool bönunum í Atlético Madrid í átta liða úrslitunum og það eru meiri líkur á því að þýska liðið verði Evrópumeistari (8%) en að liðið sem sló út Evrópu-, heims- og Englandsmeistara Liverpool. Það munar reyndar bara einu prósenti. Minnstar líkur á sigri í Meistaradeildinni eru þrjú lið sem eiga líka eftir að spila seinni leikinn sinn í sextán liða úrslitunum en það eru Lyon, Napoli og Chelsea. Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli á móti Bayern München í fyrri leiknum og á nánast enga möguleika á því að komast áfram. Napoli náði hins vegar jafntefli á móti Barcelona og Lyon vann Juventus. Það breytir því þó ekki að bæði þessi lið eru með undir 1 prósent líkur á að þau fari alla leið í keppninni. Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1%
Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1%
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira