Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2020 19:00 Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena. Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena.
Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47