Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2020 19:00 vísir/sunna Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Parið gerði tímabundinn leigusamning á herbergi á Dalvegi 26 í Kópavogi til nokkurra mánaða í byrjun maí, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði í eigu Fasteignafélagsins HD verk. Í leigusamningi segir hins vegar að herbergið sé á Bræðraborgarstíg 3 í eigu sömu aðila. Þar eru 134 skráðir með lögheimili. Parið greiðir 130 þúsund krónur á mánuði fyrir 10 til 16 fermetra herbergi. Eftir að hús í eigu HD verks í næsta nágrenni, við Bræðraborgarstíg 1 brann í síðasta mánuði og fjallað var um að brunavörnum hefði verið ábótavant vildi unga parið komast í annað húsnæði. Móðir konunnar segist ítrekað hafa reynt að ná í eiganda HD verks í meira en viku til að fá samningnum rift en það hafi ekki tekist. Hún hefur meðal annars áhyggjur af því að engir opnanlegir gluggar séu á herberginu við Dalveg. Ekkert símanúmer eða netfang er að finna í leigusamningnum. Efling hefur haft HD verk til skoðunar um tíma og hefur áhyggjur af félagsmönnum sem búa í húsum HD verks sem flest eru atvinnuhúsnæði. Margir þeirra hafi komið til landsins í gegn um starfsmannaleigur. „Það eru fimm húsnæði sem HD verk á. Það við Dalveg 24-26, Bræðraborgarstígur 1 og 3 , Hjallabrekka 1 og svo Kársnesbraut 96a og í öllum þessum húsum höfum við vitneskjum um að fólk hafi búið þegar það er á Íslandi og við höfum líka þurft að hafa afskiptum af málum í þessum húsum,“ segir Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar. Efling hafi átt erfitt með að ná tali af félagsmönnum sem búa í húsunum. Félagið eigi að geta rætt við félagsmenn á vinnustöðum en vinnustaðaskráning starfsmannaleiga sé ábótavant. „Vinnumálastofnun hefur ekki haft burðina í það að afla gagnanna sem við þurfum til að leita að fólki á vinnustöðum og þess vegna grípum við í tómt þegar við reynum að hafa eftirlit með þeim áður en eitthvað vandamál kemur upp,“ segir Benjamín og bætir við að þúsundir manna búi í óleyfilegu húsnæði hér á landi. Borgaryfirvöld hafi haft vitneskju um þetta í hálfan áratug. „Þá veltir maður fyrir eru líf verkafólks á Íslandi minna virði en líf annara,“ segir Benjamin. Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Sjá meira
Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Parið gerði tímabundinn leigusamning á herbergi á Dalvegi 26 í Kópavogi til nokkurra mánaða í byrjun maí, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði í eigu Fasteignafélagsins HD verk. Í leigusamningi segir hins vegar að herbergið sé á Bræðraborgarstíg 3 í eigu sömu aðila. Þar eru 134 skráðir með lögheimili. Parið greiðir 130 þúsund krónur á mánuði fyrir 10 til 16 fermetra herbergi. Eftir að hús í eigu HD verks í næsta nágrenni, við Bræðraborgarstíg 1 brann í síðasta mánuði og fjallað var um að brunavörnum hefði verið ábótavant vildi unga parið komast í annað húsnæði. Móðir konunnar segist ítrekað hafa reynt að ná í eiganda HD verks í meira en viku til að fá samningnum rift en það hafi ekki tekist. Hún hefur meðal annars áhyggjur af því að engir opnanlegir gluggar séu á herberginu við Dalveg. Ekkert símanúmer eða netfang er að finna í leigusamningnum. Efling hefur haft HD verk til skoðunar um tíma og hefur áhyggjur af félagsmönnum sem búa í húsum HD verks sem flest eru atvinnuhúsnæði. Margir þeirra hafi komið til landsins í gegn um starfsmannaleigur. „Það eru fimm húsnæði sem HD verk á. Það við Dalveg 24-26, Bræðraborgarstígur 1 og 3 , Hjallabrekka 1 og svo Kársnesbraut 96a og í öllum þessum húsum höfum við vitneskjum um að fólk hafi búið þegar það er á Íslandi og við höfum líka þurft að hafa afskiptum af málum í þessum húsum,“ segir Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar. Efling hafi átt erfitt með að ná tali af félagsmönnum sem búa í húsunum. Félagið eigi að geta rætt við félagsmenn á vinnustöðum en vinnustaðaskráning starfsmannaleiga sé ábótavant. „Vinnumálastofnun hefur ekki haft burðina í það að afla gagnanna sem við þurfum til að leita að fólki á vinnustöðum og þess vegna grípum við í tómt þegar við reynum að hafa eftirlit með þeim áður en eitthvað vandamál kemur upp,“ segir Benjamín og bætir við að þúsundir manna búi í óleyfilegu húsnæði hér á landi. Borgaryfirvöld hafi haft vitneskju um þetta í hálfan áratug. „Þá veltir maður fyrir eru líf verkafólks á Íslandi minna virði en líf annara,“ segir Benjamin.
Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40