Fótbolti

Sara Björk æfði í fyrsta sinn með Lyon liðinu í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir fékk ekki mikið frí til að jafna sig eftir tímabilið með Wolfsburg því Lyon er komið á fullt að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.
Sara Björk Gunnarsdóttir fékk ekki mikið frí til að jafna sig eftir tímabilið með Wolfsburg því Lyon er komið á fullt að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Getty/Karl Bridgeman

Sara Björk Gunnarsdóttir er nú byrjuð að æfa með franska stórliðinu Olympique Lyonnais en hún samdi við Evrópumeisatara síðustu fjögurra ára á dögunum.

Olympique Lyonnais birti mynd af Söru Björk á æfingu liðsins á Instagram síðu sinni en hinir leikmenn liðsins voru þá komnir til baka út æfingaferð frá Tignes í frönsku Ölpunum.

Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við frönsku Evrópumeistarana eftir að hafa spilað undanfarin fjögur ár með Wolfsburg í Þýskalandi.

Sara Björk missti af bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi vegna félagsskipta sinna til Lyon en Wolfsburg vann tvöfalt öll fjögur ár hennar hjá félaginu.

Franska tímabilið 2019-20 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og því er í raun undirbúningstímabil að hefjast skömmu eftir að Sara Björk lauk sínu tímabili með Wolfsburg. Sara Björk fékk því ekki langt sumarfrí.

Lyon liðið er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en fyrst á dagskrá er þó að verja titilinn í Meistaradeildinni.

Átta liða úrslitin fóru aldrei fram í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins en Meistaradeildin verður nú kláruð á tíu dögum í ágústmánuði og verða leikirnir allir spilaðir á tveimur völlum í baskaborgunum San Sebastián og Bilbao á Spáni.

Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum 22. ágúst og vinnist sá leikur bíður leikur á móti Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.