Fótbolti

Kjartan Henry upp í dönsku úr­vals­deildina á nýjan leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Henry í baráttunni í dag.
Kjartan Henry í baráttunni í dag. vísir/getty

Kjartan Henry Finnbogason og félagar í Vejle eru komnir upp í deild þeirra bestu á nýjan leik eftir 1-0 sigur á Nyköbing í dag.

Vejle féll úr dönsku úrvalsdeildinni á stuttu leiktíð en stoppuðu stutt við í dönsku B-deildinni. Þeir héldu flestum sínum leikmönnum og komust upp á ný.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Ylber Ramadani á 57. mínútu en Kjartan Henry spilaði fyrstu 86 mínúturnar fyrir Vejle.

Vejle er á toppnum með 67 stig, níu stigum á undan Viborg er tvær umferðir eru eftir svo Vejle leikur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Kjartan hefur nú leikið með Vejle í eitt og hálft ár en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann er markahæsti leikmaður B-deildarinnar þetta tímabilið með sautján mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.