Innlent

Brúin yfir Geirs­á hangir á blá­þræði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Brúnni yfir Geirsá hefur verið lokað.
Brúnni yfir Geirsá hefur verið lokað. Mynd/Elmar Snorrason

Brúin yfir Geirsá neðst í Reykholtsdal hrundi að hluta í morgun og hefur nú verið lokað fyrir umferð yfir brúna. Brúarbitarnir hvíla á trébúkkum og hrundi annar þeirra þegar steypudælubíll keyrði yfir brúna. Brúin hangir þó enn uppi en hefur sigið talsvert að sögn Valgeirs Ingólfssonar hjá Vegagerðinni en Skessuhorn greindi fyrst frá.

Steypudælubíllinn slapp yfir brúna en hún er nú ófær öllum ökutækjum. Brúin er á vegi sem er ekki lengur á skrá hjá Vegagerðinni og er það því ekki á borði Vegagerðarinnar að annast viðhald brúarinnar eða vegarins.

Brúin hvílir á viðarstöplum sem eru orðnir fúnir og hrundi annar þeirra í dag.Elmar Snorrason

„Þetta er gömul brú og hún stendur á timburstaurum og þeir eru bara fúnir,“ segir Valgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir það óvíst hvort viðhaldið sé á borði sveitarfélagsins, landeigenda eða jafnvel engra en vel sé hægt að gera að brúnni. „Ég held það sé hægt að lyfta henni upp og byggja bara nýtt undir hana,“ segir Valgeir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.