Innlent

Kvikmyndaskólinn flytur 600 metra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Suðurlandsbraut 18, sem mun hýsa Kvikmyndaskóla Íslands.
Suðurlandsbraut 18, sem mun hýsa Kvikmyndaskóla Íslands. aðsend

Kvikmyndaskóli Íslands hyggst flytja starfsemi sína að Suðurlandsbraut 18. Skólinn stendur nú við Grensásveg 1 og mun því flytja rétt rúmlega 600 metra. Suðurlandsbraut 18 hýsti upphaflega höfuðstöðvar Olíufélagsins og er hannað af Guðmundi Kr. Kristinssyni og Ferdinand Alfreðssyni. 

Í orðsendingu frá skólanum segir að forsvarsmenn hans hafi gert 20 ára samning um leigu húsnæðisins. Skólinn muni leigja 70 prósent af húsinu í fyrsta áfanga en stefnt sé að því að allt húsið verði komið í leigu Kvikmyndaskólans innan þriggja ára, „samhliða vexti alþjóðlegrar deildar við skólann.“

Nú hefjist þau handa við að laga húsnæðið að starfsemi Kvikmyndaskólans. Byggð verði myndver og tæknirými á neðstu hæðunum. Á efri hæðunum verði leiklistarsalir, kennslurými og ýmsar vinnslustöðvar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×