Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 16:03 Hvati og Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape Hotel á Húsavík Vísir/Hvati Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. Hvati, þáttastjórnandi Helgarinnar með Hvata á Bylgjunni, var á Húsavík á dögunum og spjallaði við Örlyg Hnefil Örlygsson, hótelstjóra á Cape Hótel, um gönguferðir um bæinn þar sem skoðaðir eru tökustaðir myndarinnar. Einnig eru uppi hugmyndir um Eurovision safn á Húsavík. Örlygur Hnefill segir að leikarinn Pierce Brosnan hafi verið einstaklega alþýðlegur þá daga sem hann dvaldi á Húsavík við tökur myndarinnar. Í viðtali í Helginni á Bylgjunni sagði Örlygur Hnefill að hann sæi fyrir sér að íslensku stigin yrðu kynnt í beinni útsendingu frá Húsavík næst þegar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin. „Bærinn fær rosalega jákvæða ímynd í þessari mynd. Hann verður kannski eins og einn af karakterunum og kannski einn sá krúttlegasti í myndinni. Við settum saman hóp og fórum að kanna möguleikann á því að koma upp Eurovision-safni,“ segir Örlygur. Hópurinn sem stefnir að opnun safnsins hefur haft samband við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem er rétthafi nafnsins „Eurovision“ og þá hefur einnig verið haft samband við Felix Bergsson og hans kollega hjá RÚV sem hafa verið andlit okkar Íslendinga gagnvart Eurovision undanfarin ár. „Við erum búin að vera í sambandi við FÁSES sem er hinn ótrúlegi klúbbur hér á Íslandi, aðdáenda Eurovision og þau eru svo virk og það er svo mikil gleði í þeirra starfi og við vonum að við getum unnið sem mest með þeim.“ Stefnt er á að safnið verði starfandi í minnst tvö ár og opni næsta vor. Eftir þessi tvö ár verði staðan svo tekin um hvort við eigi að halda safninu opnu eftir það. „Við munum auðvitað líka, og eitt af því sem við erum að óska eftir er það að RÚV muni kynna hér stig Íslands, 12 stig frá Íslandi á Húsavík. Fóstra þessa tengingu enn betur og viðhalda henni því það er mikilvægt fyrir okkur.“ „Á henni væri fjallað um Eurovision keppnina og svo væru tvær minni sýningar með henni sem væru annars vegar um Ísland í Eurovision og hins vegar um þessa mynd og þegar var verið að gera hana hér í bænum. Við notum það sem stökkpall inn í það að segja frá keppninni sjálfri og við vitum það auðvitað að keppnin nýtur svo mikilla vinsælda um alla Evrópu og víða um heim. Þessi kynning sem við erum að fá í þann hóp, fólk sem er gríðarlega áhugasamt um keppnina, hún er verðmæt en það þarf að svara henni með einhverju áhugaverðu svo fólk komi á staðinn,“ segir Örlygur. Tækifærin blási Húsvíkingum von í brjóst Hann segir það vel mögulegt að kynna stigin frá Húsavík, engar reglur séu til um það hjá EBU að kynna þurfi stigin fyrir framan svokallaðan grænan skjá eins og gert hefur verið. Mörg lönd kynni stigin sín þegar án þess að gera það fyrir framan grænan skjá og oft sé mikið líf í kring um kynnana. „Við myndum auðvitað vona að við myndum fá Eurovision-aðdáendur í stórum flokkum hér til að horfa með okkur á keppnina á safninu og svo væri partý í gangi og stemning þegar íslensku 12 stigin yrðu kynnt.“ „Það sem við sáum fyrst var það að leit á orðinu Húsavík rauk upp úr öllu valdi. Það er bæði út af myndinni og kannski ekki síst út af þessu frábæra lagi sem hún endar á. Við hefðum ekki getað pantað þetta svona fullkomlega.“ Strax fyrstu vikuna eftir frumsýningu myndarinnar var byrjað að bjóða upp á göngutúr um bæinn þar sem sagt er frá sögu staðarins en sérstök áhersla er lögð á þá staði sem myndin var tekin að sögn Örlygs. „Fólk er þegar byrjað að koma í þennan túr þannig að það er skemmtilegt. Íslandsstofa hefur verið að vekja athygli á þessu erlendis vegna þess að það er mikið af blaðafólki að hafa samband til að spyrja hvað ætla Íslendingar og hvað ætla Húsvíkingar að gera með þetta sem hér kemur eins og á silfurfati til okkar. Það væri auðvitað glapræði að stökkva ekki á þetta ótrúlega tækifæri.“ „Húsavíkurlagið sem er í lok myndarinnar það hefur verið talað um það á netinu af fólki sem að skrifar um tónlist að þetta sé hugsanlega besta heimabæjarlag sem hefur verið samið. Við finnum gríðarlega fyrir þessu og auðvitað gleður þetta okkur. Þetta gefur okkur mikið í þessum litla bæ.“ „Við höfum orðið fyrir áföllum og svo kemur eitthvað svona sem lyftir andanum. Það er mikilvægt og við metum það og við erum bara gríðarlega þakklát þeim sem fengu þessa hugmynd og leifðu okkur að njóta þess.“ Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 7. júlí 2020 07:00 Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni. 6. júlí 2020 10:29 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. Hvati, þáttastjórnandi Helgarinnar með Hvata á Bylgjunni, var á Húsavík á dögunum og spjallaði við Örlyg Hnefil Örlygsson, hótelstjóra á Cape Hótel, um gönguferðir um bæinn þar sem skoðaðir eru tökustaðir myndarinnar. Einnig eru uppi hugmyndir um Eurovision safn á Húsavík. Örlygur Hnefill segir að leikarinn Pierce Brosnan hafi verið einstaklega alþýðlegur þá daga sem hann dvaldi á Húsavík við tökur myndarinnar. Í viðtali í Helginni á Bylgjunni sagði Örlygur Hnefill að hann sæi fyrir sér að íslensku stigin yrðu kynnt í beinni útsendingu frá Húsavík næst þegar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin. „Bærinn fær rosalega jákvæða ímynd í þessari mynd. Hann verður kannski eins og einn af karakterunum og kannski einn sá krúttlegasti í myndinni. Við settum saman hóp og fórum að kanna möguleikann á því að koma upp Eurovision-safni,“ segir Örlygur. Hópurinn sem stefnir að opnun safnsins hefur haft samband við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem er rétthafi nafnsins „Eurovision“ og þá hefur einnig verið haft samband við Felix Bergsson og hans kollega hjá RÚV sem hafa verið andlit okkar Íslendinga gagnvart Eurovision undanfarin ár. „Við erum búin að vera í sambandi við FÁSES sem er hinn ótrúlegi klúbbur hér á Íslandi, aðdáenda Eurovision og þau eru svo virk og það er svo mikil gleði í þeirra starfi og við vonum að við getum unnið sem mest með þeim.“ Stefnt er á að safnið verði starfandi í minnst tvö ár og opni næsta vor. Eftir þessi tvö ár verði staðan svo tekin um hvort við eigi að halda safninu opnu eftir það. „Við munum auðvitað líka, og eitt af því sem við erum að óska eftir er það að RÚV muni kynna hér stig Íslands, 12 stig frá Íslandi á Húsavík. Fóstra þessa tengingu enn betur og viðhalda henni því það er mikilvægt fyrir okkur.“ „Á henni væri fjallað um Eurovision keppnina og svo væru tvær minni sýningar með henni sem væru annars vegar um Ísland í Eurovision og hins vegar um þessa mynd og þegar var verið að gera hana hér í bænum. Við notum það sem stökkpall inn í það að segja frá keppninni sjálfri og við vitum það auðvitað að keppnin nýtur svo mikilla vinsælda um alla Evrópu og víða um heim. Þessi kynning sem við erum að fá í þann hóp, fólk sem er gríðarlega áhugasamt um keppnina, hún er verðmæt en það þarf að svara henni með einhverju áhugaverðu svo fólk komi á staðinn,“ segir Örlygur. Tækifærin blási Húsvíkingum von í brjóst Hann segir það vel mögulegt að kynna stigin frá Húsavík, engar reglur séu til um það hjá EBU að kynna þurfi stigin fyrir framan svokallaðan grænan skjá eins og gert hefur verið. Mörg lönd kynni stigin sín þegar án þess að gera það fyrir framan grænan skjá og oft sé mikið líf í kring um kynnana. „Við myndum auðvitað vona að við myndum fá Eurovision-aðdáendur í stórum flokkum hér til að horfa með okkur á keppnina á safninu og svo væri partý í gangi og stemning þegar íslensku 12 stigin yrðu kynnt.“ „Það sem við sáum fyrst var það að leit á orðinu Húsavík rauk upp úr öllu valdi. Það er bæði út af myndinni og kannski ekki síst út af þessu frábæra lagi sem hún endar á. Við hefðum ekki getað pantað þetta svona fullkomlega.“ Strax fyrstu vikuna eftir frumsýningu myndarinnar var byrjað að bjóða upp á göngutúr um bæinn þar sem sagt er frá sögu staðarins en sérstök áhersla er lögð á þá staði sem myndin var tekin að sögn Örlygs. „Fólk er þegar byrjað að koma í þennan túr þannig að það er skemmtilegt. Íslandsstofa hefur verið að vekja athygli á þessu erlendis vegna þess að það er mikið af blaðafólki að hafa samband til að spyrja hvað ætla Íslendingar og hvað ætla Húsvíkingar að gera með þetta sem hér kemur eins og á silfurfati til okkar. Það væri auðvitað glapræði að stökkva ekki á þetta ótrúlega tækifæri.“ „Húsavíkurlagið sem er í lok myndarinnar það hefur verið talað um það á netinu af fólki sem að skrifar um tónlist að þetta sé hugsanlega besta heimabæjarlag sem hefur verið samið. Við finnum gríðarlega fyrir þessu og auðvitað gleður þetta okkur. Þetta gefur okkur mikið í þessum litla bæ.“ „Við höfum orðið fyrir áföllum og svo kemur eitthvað svona sem lyftir andanum. Það er mikilvægt og við metum það og við erum bara gríðarlega þakklát þeim sem fengu þessa hugmynd og leifðu okkur að njóta þess.“
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 7. júlí 2020 07:00 Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni. 6. júlí 2020 10:29 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22
Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 7. júlí 2020 07:00
Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni. 6. júlí 2020 10:29