Viðskipti innlent

Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong Húsavík
Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong Húsavík Aðsend

Barinn Jaja Ding Dong Húsavík var formlega opnaður í dag. Barinn, sem reistur var við Cape hotel í bænum, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells.

Myndin, Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Hún er að stórum hluta tekin upp á Húsavík og það var einmitt þar sem lagið JaJa Ding Dong var flutt, við gríðarlegan fögnuð „Húsvíkinganna“ sem á hlýddu. Og sumar persónur myndarinnar voru hrifnari af laginu en aðrar, líkt og atriðið hér fyrir neðan sýnir.

„Það var þannig að þessi mynd kom í fangið á okkur Húsvíkingum, við vorum auðvitað viðloðandi þessar tökur í fyrra en vissum ekki hvernig myndin yrði. Svo fóru þeir svo fallega með bæinn okkar og við höfðum svo gaman að þessu að okkur langaði að gera eitthvað svona skemmtilegt í sumar. Og Íslendingarnir eru svo mikið að koma til okkar í sumar og úr varð að við réðumst í að smíða útibar hérna við hótelið, sem heitir Jaja Ding Dong Húsavík,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape hotel á Húsavík og eigandi hins nýja öldurhúss.

Hann segir aðspurður að ekki hafi verið um annað nafn á barinn að ræða en Jaja Ding Dong. Aðra vísun í Eurovision-mynd Wills Ferrells má þó finna á barnum en þar er fáanlegur kokteill að nafni Double Trouble, líkt og lagið sem karakterar þeirra Ferrells og Rachel McAdams flytja í undankeppni Eurovision.

Barinn opnaði í dag en hefur verið í smíðum síðan strax eftir að myndin kom út. „Við erum búin að vera hérna myrkanna á milli að smíða,“ segir Örlygur léttur í bragði. Líkt og áður segir er barinn utandyra og starfsemi hans því nokkuð háð veðri. Fyrsti dagurinn gekk vel í því samhengi, að sögn Örlygs.

„Hann var mjög fínn í fjóra tíma, sól og blíða, en svo kom hellidemba. Það er samt allt í lagi, þegar það gerist bjóðum við öllum í bókastofuna hér á Cape hotel. Og sem betur fer er búið að vera mikil sól og blíða hjá okkur í sumar.“

Örlygur segir að annars sé talsvert að gera hjá þeim á hótelinu nú í sumar. Innanlandsferðamennskan hafi tekið mikinn kipp síðustu vikur og fyrir um hálfum mánuði síðan hófu öll herbergi að fyllast á nær hverjum degi.

„Við bjuggumst ekki við neinu en erum að fá rosalega skemmtilegt sumar. Íslendingar ferðast öðruvísi en erlendu ferðamennirnir. Þeir eru meira að fara í bæina og slappa af, þeir fara minna í fossa og á öll fjöll, þeir eru að skoða mannlífið meira. Þannig að það er önnur stemning. Ég er búinn að vera í þessu í fjórtán ár og þetta er skemmtilegasta „season“ sem ég hef verið í, það er rosalega skemmtilegur fílingur og fólk er létt á því,“ segir Örlygur.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
2,46
27
321.952
FESTI
0
5
63.908

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,73
94
456.960
EIM
-3,21
17
602.240
MAREL
-3,1
44
328.901
REITIR
-2,96
15
105.484
KVIKA
-2,9
59
1.048.345
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.