Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 20:22 Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong Húsavík Aðsend Barinn Jaja Ding Dong Húsavík var formlega opnaður í dag. Barinn, sem reistur var við Cape hotel í bænum, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. Myndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Hún er að stórum hluta tekin upp á Húsavík og það var einmitt þar sem lagið JaJa Ding Dong var flutt, við gríðarlegan fögnuð „Húsvíkinganna“ sem á hlýddu. Og sumar persónur myndarinnar voru hrifnari af laginu en aðrar, líkt og atriðið hér fyrir neðan sýnir. „Það var þannig að þessi mynd kom í fangið á okkur Húsvíkingum, við vorum auðvitað viðloðandi þessar tökur í fyrra en vissum ekki hvernig myndin yrði. Svo fóru þeir svo fallega með bæinn okkar og við höfðum svo gaman að þessu að okkur langaði að gera eitthvað svona skemmtilegt í sumar. Og Íslendingarnir eru svo mikið að koma til okkar í sumar og úr varð að við réðumst í að smíða útibar hérna við hótelið, sem heitir Jaja Ding Dong Húsavík,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape hotel á Húsavík og eigandi hins nýja öldurhúss. Hann segir aðspurður að ekki hafi verið um annað nafn á barinn að ræða en Jaja Ding Dong. Aðra vísun í Eurovision-mynd Wills Ferrells má þó finna á barnum en þar er fáanlegur kokteill að nafni Double Trouble, líkt og lagið sem karakterar þeirra Ferrells og Rachel McAdams flytja í undankeppni Eurovision. Barinn opnaði í dag en hefur verið í smíðum síðan strax eftir að myndin kom út. „Við erum búin að vera hérna myrkanna á milli að smíða,“ segir Örlygur léttur í bragði. Líkt og áður segir er barinn utandyra og starfsemi hans því nokkuð háð veðri. Fyrsti dagurinn gekk vel í því samhengi, að sögn Örlygs. „Hann var mjög fínn í fjóra tíma, sól og blíða, en svo kom hellidemba. Það er samt allt í lagi, þegar það gerist bjóðum við öllum í bókastofuna hér á Cape hotel. Og sem betur fer er búið að vera mikil sól og blíða hjá okkur í sumar.“ Ég var fyrsti viðskiptavinur Jaja Ding Dong á Húsavík áðan 🤠 No big deal pic.twitter.com/MNMNWMIqd9— Hlynur Sigurdsson (@hlynurblaer) July 11, 2020 Örlygur segir að annars sé talsvert að gera hjá þeim á hótelinu nú í sumar. Innanlandsferðamennskan hafi tekið mikinn kipp síðustu vikur og fyrir um hálfum mánuði síðan hófu öll herbergi að fyllast á nær hverjum degi. „Við bjuggumst ekki við neinu en erum að fá rosalega skemmtilegt sumar. Íslendingar ferðast öðruvísi en erlendu ferðamennirnir. Þeir eru meira að fara í bæina og slappa af, þeir fara minna í fossa og á öll fjöll, þeir eru að skoða mannlífið meira. Þannig að það er önnur stemning. Ég er búinn að vera í þessu í fjórtán ár og þetta er skemmtilegasta „season“ sem ég hef verið í, það er rosalega skemmtilegur fílingur og fólk er létt á því,“ segir Örlygur. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 7. júlí 2020 07:00 Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni. 6. júlí 2020 10:29 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Barinn Jaja Ding Dong Húsavík var formlega opnaður í dag. Barinn, sem reistur var við Cape hotel í bænum, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. Myndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Hún er að stórum hluta tekin upp á Húsavík og það var einmitt þar sem lagið JaJa Ding Dong var flutt, við gríðarlegan fögnuð „Húsvíkinganna“ sem á hlýddu. Og sumar persónur myndarinnar voru hrifnari af laginu en aðrar, líkt og atriðið hér fyrir neðan sýnir. „Það var þannig að þessi mynd kom í fangið á okkur Húsvíkingum, við vorum auðvitað viðloðandi þessar tökur í fyrra en vissum ekki hvernig myndin yrði. Svo fóru þeir svo fallega með bæinn okkar og við höfðum svo gaman að þessu að okkur langaði að gera eitthvað svona skemmtilegt í sumar. Og Íslendingarnir eru svo mikið að koma til okkar í sumar og úr varð að við réðumst í að smíða útibar hérna við hótelið, sem heitir Jaja Ding Dong Húsavík,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape hotel á Húsavík og eigandi hins nýja öldurhúss. Hann segir aðspurður að ekki hafi verið um annað nafn á barinn að ræða en Jaja Ding Dong. Aðra vísun í Eurovision-mynd Wills Ferrells má þó finna á barnum en þar er fáanlegur kokteill að nafni Double Trouble, líkt og lagið sem karakterar þeirra Ferrells og Rachel McAdams flytja í undankeppni Eurovision. Barinn opnaði í dag en hefur verið í smíðum síðan strax eftir að myndin kom út. „Við erum búin að vera hérna myrkanna á milli að smíða,“ segir Örlygur léttur í bragði. Líkt og áður segir er barinn utandyra og starfsemi hans því nokkuð háð veðri. Fyrsti dagurinn gekk vel í því samhengi, að sögn Örlygs. „Hann var mjög fínn í fjóra tíma, sól og blíða, en svo kom hellidemba. Það er samt allt í lagi, þegar það gerist bjóðum við öllum í bókastofuna hér á Cape hotel. Og sem betur fer er búið að vera mikil sól og blíða hjá okkur í sumar.“ Ég var fyrsti viðskiptavinur Jaja Ding Dong á Húsavík áðan 🤠 No big deal pic.twitter.com/MNMNWMIqd9— Hlynur Sigurdsson (@hlynurblaer) July 11, 2020 Örlygur segir að annars sé talsvert að gera hjá þeim á hótelinu nú í sumar. Innanlandsferðamennskan hafi tekið mikinn kipp síðustu vikur og fyrir um hálfum mánuði síðan hófu öll herbergi að fyllast á nær hverjum degi. „Við bjuggumst ekki við neinu en erum að fá rosalega skemmtilegt sumar. Íslendingar ferðast öðruvísi en erlendu ferðamennirnir. Þeir eru meira að fara í bæina og slappa af, þeir fara minna í fossa og á öll fjöll, þeir eru að skoða mannlífið meira. Þannig að það er önnur stemning. Ég er búinn að vera í þessu í fjórtán ár og þetta er skemmtilegasta „season“ sem ég hef verið í, það er rosalega skemmtilegur fílingur og fólk er létt á því,“ segir Örlygur.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 7. júlí 2020 07:00 Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni. 6. júlí 2020 10:29 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 7. júlí 2020 07:00
Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni. 6. júlí 2020 10:29
Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00