Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Lagið hefur slegið í gegn undanfarna daga og er flutt af sænsku söngkonunni Molly Sandén sem syngur inn fyrir hlutverk leikonunnar Rachel McAdams í Eurovision-mynd Will Ferrell.
Katrín vildi með sínum flutningi sína hvernig íslensku orðin eru borin fram í raun og veru en Sandén virðist ekki ná framburðinum alveg hundrað prósent.
Hér að neðan má sjá flutning Katrínar.
Hér að neðan má sjá upprunalega lagið.