Lífið

Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Ýr flytur lagið fallega. 
Katrín Ýr flytur lagið fallega. 

Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Lagið hefur slegið í gegn undanfarna daga og er flutt af sænsku söngkonunni Molly Sandén sem syngur inn fyrir hlutverk leikonunnar Rachel McAdams í Eurovision-mynd Will Ferrell.

Katrín vildi með sínum flutningi sína hvernig íslensku orðin eru borin fram í raun og veru en Sandén virðist ekki ná framburðinum alveg hundrað prósent.

Hér að neðan má sjá flutning Katrínar.

Hér að neðan má sjá upprunalega lagið.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.