Innlent

Keypti miða á Pat­reks­firði og vann 34 milljónir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Miðinn var keyptur á Patreksfirði.
Miðinn var keyptur á Patreksfirði. Vísir/Vilhelm

Heppinn vinningshafi hreppti tæpar 34 milljónir króna, nánar tiltekið 33.747.640 krónur, í fyrsta vinning í lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur á Vestur restaurant á Patreksfirði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þá gengu fleiri sáttir frá borði í kvöld en tveir fengu 2. vinning, 304 þúsund krónur á mann. Fjórir fengu svo 100 þúsund krónur í sinn hlut fyrir að vera með fjórar tölur réttar í réttri röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.